Myndstafur úr Svalbarðsbók AM 343 fol.

Stíll lýsinga í lögbókinni Svalbarðsbók AM 343 fol. frá því eftir 1340 þykir hágotneskur. Klæðafellingar, sveigð líkamsform og nostur
við smáatriði voru meðal einkenna gotneska stílsins. Á myndinni sést maður höggva annan í herðar niður en í bakgrunni er stjörnubjartur himinn.