| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Handritið > Handritalestur > Skrift
 
Handverkið »
  Handritalestur »
  Skrift »
  Stafsetning »
  Skrifarar »
  Bókaskreytingar »
  Spássíumyndir »
Varðveisla og gildi »

Prentvæn útgáfa

Skrift

Skriftarsaga
Til eru margar ólíkar leturgerðir. Þessi texti er t.d. skrifaður með Arial letri en svo má breyta yfir í Times, Georgia, Courier, eða Verdana leturgerðir, svo eitthvað sé nefnt. Fólk hefur kosið að nota mismunandi letur í gegnum tíðina. Á nokkrum elstu íslensku handritabrotunum er latnesk leturgerð sem þá var algeng í Evrópu og kallast karlungaskrift.

Bókfell var dýrt en karlungaskriftin plássfrek, og í tímans rás ruddi önnur skriftartegund sér til rúms, þ.e. gotnesk textaskrift sem var þéttari og gerði það að verkum að meira komst fyrir á hverju blaði en áður. Flest íslensk handrit eða handritabrot sem tímasett hafa verið frá því um 1150 til 1250 eru með frumgotneskri skrift, millistigi karlungaskriftar og gotneskrar textaskriftar. Um 1300 er svo gotnesk textaskrift orðin algengasta skrift á Íslandi. Bæði karlungaskrift og gotnesk textaskrift eru skrifaðar staf fyrir staf og frekar seinlegar í notkun. Þannig skrift er einnig nefnd settletur eða settaskrift af því að hver stafur fyrir sig er settur á blaðið.

.

Fjórar tegundir skriftar úr íslenskum skinnhandritum:

Skriftardæmi

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 




Ritun fornbréfa jókst um 1400 en á þau var fremur notuð svokölluð léttiskrift sem var tengdari en settaskriftin og því fljótlegra að skrifa hana. Sú skrift var síðan einnig tekin upp við bókaskriftir og var þá oft höfð öllu settari en skjalaskriftin. Íslendingar voru fastheldnir á skrift og skrifuðu afbrigði af gotnesku skriftinni, árléttiskrift, um aldir. Þegar farið var að skrifa meira á pappír varð síðléttiskrift algengari. Með tilkomu pappírs og prentlistar á Íslandi á 16. öld varð mun ódýrara að endurnýja bók en á meðan þær voru allar skrifaðar á bókfell og því e.t.v. ekki sama áhersla lögð á að vanda skrifað letur.

Prestar og embættismenn sem höfðu iðulega menntast í útlöndum og áttu oft í bréfaskiptum við yfirvöld eða kollega sína þar tóku oft upp nýjungar í skrift á undan alþýðufólki. Fram á miðja 18. öld voru nær eingöngu prentuð kirkjuleg rit og lögbækur á Íslandi en aðrar bækur sem fólk vildi eiga voru handskrifaðar. Alþýðufólk skrifaði því sínar bækur sjálft og er hin mikla uppskrifta- og handritamergð síðari alda nokkuð sérstakt einkenni á íslenskri ritmenningu. Þá gat skipt máli hvers konar efni var skrifað upp, sumum þótti settaskrift hæfa betur við uppskriftir fornsagna og rímna en léttiskrift.

Ein tegund léttiskriftar, fljótaskrift varð vinsæl á 17. öld en bar lengi merki árléttiskriftar frá miðöldum. Á 18. öld varð skriftarkunnátta almennari og rithendur margvíslegri eftir því sem fleiri héldu á penna. Um miðja 19. öld lagðist fljótaskriftin af en við tók snarhönd sem er í raun gömul ítölsk eða suður-evrópsk léttiskrift. Nýlega urðu enn önnur skil í íslenskri skriftarsögu því upp úr 1980 var tekin upp ítölsk skrift eða formskrift sem kennd er í skólum nú til dags.

Með tímanum úreltust bækur sökum breytinga á letri og stafsetningu eins og eftirfarandi spássíugrein úr handriti af Ólafs sögu helga (Perg. 4to nr. 4) gefur til kynna:

Greinlegt er að viðkomandi er skrifandi og læs en þó ekki á skrift bókarinnar sem er frá miðri 14. öld heldur á skrift samtíma síns nokkrum öldum síðar.

Íslenskir stafir
Íslendingar kynntust latínu af bókum kirkjunnar. Í latínu eru ekki notuð sömu hljóð og í íslensku, þess vegna þurfti að bæta nokkrum stöfum við latneska stafrófið svo hægt væri að skrifa öll hljóð íslenskunnar. Íslendingar tóku þ og y upp úr enskri skrift en þ er upphaflega rúnin þurs eða þorn á ensku. Fyrsti málfræðingurinn, sem uppi var um miðja 12. öld, bjó síðan til fjögur sérhljóðatákn fyrir þau íslensku sérhljóð sem ekki voru til í latínu.

Á 13. öld var farið að nota ð á sama hátt og nú er gert, að norskri fyrirmynd en Norðmenn höfðu tekið stafinn úr enskri skrift. Notkun ð-sins lagðist af um miðja 14. öld og lengi var d látið nægja fyrir bæði hljóðin d og ð. Stafurinn var tekin aftur í notkun í almennu ritmáli á 19. öld, líklega fyrir áhrif fornra texta sem þá voru prentaðir í nokkru mæli.

Stafagerð

Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna
Dregnir eru hringir um nokkrar gerðir stafa sem finnast í íslenskum handritum. Smellið á hringina til að fá skýringar. Myndin er af síðu úr Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

Smellið til að sjá textann með nútímastafsetningu

um myndletur og hljóðtákn
um þróun íslenskrar skriftar