Bókin undirbúin

Undirbúningur bókar

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Hér sést munkur undirbúa bókina með því að sníða síður í hana.

Fullverkað bókfell var tekið úr römmunum áður en næsti liður í gerð bókarinnar hófst. Ef til vill hefur verið til sérstök stétt manna sem tók við skinnum frá skinnaverkandanum og vann þau í hendur skrifarans. Oft hefur undirbúningsvinnan við bókfellið þó verið hluti af starfi skrifarans.

Fyrst hafa allir skæklar verið skornir af þannig að hvert skinn yrði ferningur að lögun. Bókfellsarkirnar sem þannig fengust þurftu að vera jafnstórar ef þær áttu að fara í eina bók. Eftir að stærð bókar hafði verið ákveðin var bókfellið í hana valið en síðan var það skorið til í samræmi við stærð hennar. Stærðir handrita eru skilgreindar eftir þeim fjölda blaða sem fæst úr hverri örk af bókfelli, þ.e. eftir því hversu oft hún var brotin. Varðveitt handrit í söfnum eru m.a. flokkuð eftir broti en bækur innan sama stærðarflokks geta þó verið misstórar.

Skinn skorið og brotið
Ef örkin var brotin einu sinni fengust tvö bókarblöð eða fjórar síður til skriftar. Slíkar bækur eru í arkarbroti eða folio. Í næstu bókastærð var skinnörkin skorin í tvennt áður en hvor helmingur var brotinn saman, þá fengust fjögur blöð eða átta síður. Þær bækur eru sagðar í fjögurra blaða broti, táknað 4to (quarto). Þriðja stærðin fékkst þegar arkir voru skornar í fernt áður en hver partur var brotinn saman, það kallast átta blaða brot, 8vo (octavo), með 16 síðum. Minnsta stærðin 12mo (duodecimo) eða tólfblöðungur er 24 síður í örk, en í þeim bókum er hver örk skorin í sex hluta. Pappírsstærðir nútímans eru sambærilegar við brot skinnbóka. Nærri lætur að eitt blað í folio-broti jafngildi einu A3 blaði, 4to stærð samsvari A4 en 8vo blað sé svipað A5 blaði að stærð.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærið Stækkaðu myndina
Stækkaðu myndina enn meira
Hér sjást stærðir handrita. Stærst er folio, næststærst er quarto, þriðja stærst er oktavo og minnst er duocesimo.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærið Stækkaðu myndina
Stækkaðu myndina enn meira
Þessi bók er í foliobroti og því hefur þurft heilt kálfskinn í hverja örk.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærið Stækkaðu myndina
Stækkaðu myndina enn meira
Þessi bók er í minnsta brotinu, duodecimo.

 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina

Á handriti Konungsbókar Grágásar GKS 1147 fol. frá miðri 13. öld má greinilega sjá merkt fyrir línum, dálkum og spássíum.

Merkt fyrir línum og dálkum
Áður en bókfell var tekið í notkun var það fægt með vikursteini og stundum kalki til að slétta yfirborð þess enn frekar og gera það þannig úr garði að blek gengi sem best inn í það. Holdrosinn, sú hlið skinnsins sem snýr inn að holdinu, er yfirleitt grófari en hárahliðin og því þurfti oft að fægja þá hlið lengur til að gott væri að skrifa á hana.

Að því búnu var skrifflöturinn afmarkaður, merkt var fyrir línum og dálkum með því að stinga göt eða gera smáskurði með jöfnu millibili á spássíur opnunnar. Síðan var yfirleitt notuð reglustika og dregnar línur milli gatanna. Ýmist var skorið með hnífi eða dregið með beini, blýteini eða bleki til að marka línur og dálka á síðurnar. Merkingarnar sjást í sumum tilfellum enn á bókfellinu.


Smellið til að sjá myndir af undirbúningi og gerð bókar úr þýsku handriti frá 13. öld >>

Smelltu til þess að sjá myndina í fullri stærð
Stækkaðu myndina enn meira Stækkaðu myndina
Hér sjást kver Konungsbókar Eddukvæða GKS 2365 4to frá 13. öld sem losuð hefur verið úr bandinu og tekin í sundur.

Kver í bókum
Skinnblöðin voru lögð saman í kver, ef til vill áður en skriftir hófust því annars þurfti að gæta þess að skrifa textann rétt á laus blöðin eftir því hvernig þau röðuðust í kverið. Oft voru fjórar arkir í kveri, þó sú tala sé ekki algild, og hver bók samsett úr mörgum kverum. Þar sem skinnið varð ekki eins báðum megin viðgengst sú regla víða í Evrópu að leggja skinnblöðin þannig saman að sú hlið sem sneri að holdinu, svokallaður holdrosi lagðist við holdrosa og háramur við háram til að yfirbragð opinnar bókar yrði fallegra. Þeirri reglu er ekki alltaf fylgt í íslenskum handritum.

 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

Bókfell var dýrt
Sökum þess að skinnið var dýr efniviður var gjarnan reynt að nýta það þó einhverjir smágallar væru á því. Rifur voru þá saumaðar saman og skrifað umhverfis göt. Af sömu ástæðu má finna blöð í handritum, misstór eða óregluleg að lögun, sem sýna að skinnið hefur verið nýtt til hins ýtrasta.

Sumir voru hugmyndaríkir og fundu skemmtilegar leiðir til að nýta götin. Hundurinn á efri myndinni er af spássíu Svalbarðsbókar AM 343 fol. Á myndinni hér að neðan sést hvernig rifa hefur verið saumuð saman í Konungsbókar Eddukvæða GKS 2365 4to frá 13. öld.

Oft hefur hver skinntutla verið nýtt til bókagerðar. Hér sést að skriftin fylgir lögun skinnsins í rímnahandritinu AM 604 4to frá 16. öld.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

 


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima