Vinnubrögð skrifara

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira

Munkur með vaxtöflu.
Uppkast textans fyrst skráð með stíl á tvöfalda vaxtöflu.

Munkur með penna og hníf.
Penninn skorinn til áður en skriftir hófust.

Munkur við skriftir með leiðréttingarhníf á lofti.
Mistök við skriftirskafin burt.


 

 

 

 

 

 

 

 



Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Orð skrifað fyrir ofan línu og deplar undir stöfum. Úr Staðarhólsbók Gr ágásar AM 334 fol.

Vinnuaðferðir
Þegar skrifari skrifaði upp handrit er talið að hann hafi annað hvort haft forrit fyrir framan sig sem hann skrifaði eftir eða einhver hafi lesið upp textann fyrir hann. Skrifarar gerðu oft villur er þeir skrifuðu upp texta og af þeim má draga ályktanir um vinnuaðferðir.

Sumar ritvillur geta bent til þess að skrifari hafi misskilið upplestur. Algengari eru villur sem benda til að annað hvort sá sem las fyrir eða skrifarinn sjálfur hafi farið línuvillt eða hlaupið yfir texta í forritinu.

Í þeim tilfellum getur vantað allt frá örfáum orðum og upp í heilu setningarnar jafnvel málsgreinarnar. Þegar mikið vantaði í textann nægði ekki að skrifa orðin fyrir ofan línu eins og gert var þegar eitt eða tvö orð vantaði. Sumir skrifarar fóru sínar eigin leiðir og skrifuðu textann sem vantaði á litla skinnbúta sem bundnir voru inn á réttum stöðum þegar bókin var sett í band. Þetta hefur bæði skrifari lögbókarinnar Arnarbælisbókar AM 135 4to gert og eins einhver skrifari rímnahandritsins AM 604 4to.


Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Í þessu lögbókarhandriti hefur skinnbút með texta sem fallið hefur niður við skriftirnar verið bætt inn í bókina. Mikilvægt var að lagagreinar hennar væru réttar og hún því verið leiðrétt. Arnarbælisbók AM 135 4to. Ef skrifari hljóp yfir textabút voru orðin sem féllu niður oft skrifuð á spássíu eða milli lína. Rautt tákn, e.k. kross, sýnir hvar viðbótin á heima í textanum. Arnarbælisbók AM 135 4to.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Reynt hefur verið að skafa línuna úr handritinu með leiðréttingarhníf . Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

Villur og leiðréttingar
Á miðöldum fengust fá efni til að afmá blek eða til að leiðrétta villur sem oft hentu við skrifin því enn hafði hvorki verið fundið upp tippex eða strokleður. Ef villan uppgötvaðist strax var þó hægt að skafa blekið burt með leiðréttingarhníf. Skrifarar höfðu einnig ýmis önnur ráð til að leiðrétta texta.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina
Skástrik ofan línu gefa til kynna að breyta eigi orðaröð. Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

 

 

 

Deplar voru t.d. settir undir stafi sem ofaukið var í textanum en þá stafi átti ekki að lesa. Ef orð gleymdist var það gjarnan skrifað fyrir ofan línu eða út á spássíu en stundum strikað yfir þau orð sem var ofaukið. Sérstök merki, oftast skástrik ofan línu, gáfu til kynna að breyta ætti orðaröð í texta.

 

Vaxtöflur

Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira


Uppkast textans var fyrst skráð með stíl á tvöfalda vaxtöflu, munkur að störfum

Ef til vill hafa skrifarar stundum notað vaxtöflur og skrifað uppkast til að forðast villur áður en þeir hófu skriftir, m.a. ef um var að ræða mikilvæg skjöl. Í sögu Lárentíusar biskups má lesa um það hvernig hann notaði vaxtöflur við vinnu sína.

Þær voru þannig gerðar að bráðnu vaxi var rennt í litla tréramma, það látið storkna og síðan skrifað á vaxið með stíl. Töfluna mátti svo nota aftur og aftur með því að strjúka yfir vaxið uns það var uppurið en þá var vaxi hellt í rammann að nýju. Einu töflurnar sem varðveist hafa á Íslandi eru taldar frá 15. öld og fundust í Viðey en þar var líklega skóli um tíma.

 


© LogS
Prentað af fræðsluvefnum Handritin heima