Gráskinna

Njáluhandritið Gráskinna, GKS 2870 4to, fékk nafn sitt af því að utan um það er kápa úr gráu selskinni, þó flest hárin séu nú horfin.
Band Gráskinnu er talið gamalt, eins og sjá má er bókin orðin skökk í bandinu og horn blaðanna undin og uppbrett.