Myndstafur úr Svalbarðsbók Jónsbókar

14. aldar Jónsbókarhandritin Svalbarðsbók AM 343 fol. og Belgsdalsbók AM 347 fol. hafa að geyma lýsingar í hágotneskum
stíl og hafa bækurnar að líkindum verið skrifaðar við Breiðafjörð. Lýsingarnar eru í ætt við lýsingar á norsku lagahandriti (GKS 1154 I fol.)
og gæti það annað hvort stafað að því að lýsingarnar í íslensku bókunum byggi á norskum fyrirmyndum eða að íslenskur handritalýsandi
hafi lýst norsku bókina. Gera má ráð fyrir að lýsingar í þessum Jónsbókahandritum hafi haft áhrif á lýsingar í nokkrum handritum sem
talin eru frá Helgafellsklaustri á Snæfellsnesi, s.s. Skarðsbók Jónsbókar AM 350 fol.