Skrifari með mús og ost

Skrifari og aðstoðarmaður. Augustinus, De civitate Dei, um 1140. Á myndinni má sjá vinnuumhverfi skrifara á miðöldum.
Fyrir framan hann er skrifpúltið og í því eru tvö nautshorn, eitt fyrir svart blek, annað fyrir rautt auk tveggja gæsafjaðra. Í vinstri
hönd munksins Hildebertus er hnífur til að skera til fjaðrir og skafa burt ranglega skrifaða stafi eða orð. Bak við eyrað geymir
hann fjöðrina sem hann er að nota. Við fætur hans situr lærisveinninn og aðstoðarmaðurinn, Everwinus og æfir sig að mála
vafningsjurtamynstur. Hildeberti er í þann mund að kasta svampi í mús sem stokkið hefur á matarborð hans (mensa hildeberti),
velt við diski með kjúklingi og er í þann mund að næla sér í oststykki. Í bókinni staðfestir hann hugarangur sitt: Pessime mus,
sepius me provocas ad iram, ut te deus perdat! Snáfaðu mús, þú veldur mér fulloft reiði, megi guð tortíma þér!
The Metropolitan Chapter Library, Prague. MS A. 21/1, f. 153r