Konungsbók Grágásar

Konungsbók Grágásar

Lög: Í Íslendingabók er sagt frá stofnun Alþingis á Þingvöllum árið 930 og setningu landslaga. Elstu lögin, þjóðveldislögin, nefnast Grágás og giltu þar til Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd árið 1262 og og fengu í kjölfarið ný landslög á árunum 1263-64. Fyrir tíma kristinnar bókmenningar voru lög varðveitt í minni og lögsögumaður sagði þau upp á þingum. Þegar íslenskir lærdómsmenn náðu tökum á ritlistinni voru lögin skráð á skinn og síðan lesin upp af bókum. Í texta Grágásar er stuðlasetning algeng og þykir benda til munnlegrar varðveislu. Myndin er úr öðru aðalhandriti þjóðveldislaganna, Konungsbók Grágásar Gks. 1157 fol. frá því um 1250.