Úr Hávamálum í Konungsbók eddukvæða, Gks. 2365 4to

Hér má lesa ‘maðr er mannz gaman’ úr 47. vísu Hávamála, m-rúnin er stytting fyrir orðið ‘maðr’.

47. vísa Hávamála er svohljóðandi:

Ungur var eg forðum,
fór eg einn saman,
þá varð eg villur vega,
auðigur þóttumst
er eg annan fann.
Maður er manns gaman.

Heimild: Eddukvæði. 1998. Gísli Sigurðsson sá um útgáfuna og ritaði skýringar. Vísa 47 bls. 29. Reykjavík, Mál og menning.