Opna úr Löngu-Eddu

Opna úr Löngu-Eddu AM 738 4to pappírshandriti frá 1680. Handritið inniheldur ýmis konar kvæði og vísur auk Snorra-Eddu og er
sá hluti bókarinnar myndskreyttur. Vinstra megin á opnunni er Valhöll og stendur Heimdallur í dyragættinni. Hægra megin er hinn ógurlegi
Miðgarðsormur. Bókin dregur nafn sitt af því að hún er meiri á hæðina en á breiddina.