Vísur af Maríu Magdalenu II, 38.-40. vísa, textinn á blaðinu hefst með þriðja orði í 1. línu í 38. vísu og nær rétt fram yfir miðja 40. vísu. Textinn er tekinn af Braga óðfræðivef:
 
38. EKKI ÞÝÐA
[Nú kemur] lausnarinn landa
þar að Lazarus var fjörvi frá
fýstur sorga að vanda
Síðan honum í móti gá.
Bróður sinn þær biðja lifna láta.
"Gangið þangað", að græðarinn tér,
"sem gröfin hans er".
Þeim gjörir þessu að játa.

39.
Mjúku máli og hörðu
meistarinn allra talar við sig.
"Rís upp réttur úr jörðu
og reika hvert sem lystir þig!
Í föður míns nafni frelsa eg þig af dauða
og alla þá að minnast mín
í meinum sín
til stórra stofna nauða".

40.
Lifði Lazarus lengi
með ljósa skírn og helga trú.
Til skaparans skýru mengi
skipar hann sig í selskap nú.
En eftir dauða drottins [vors ens sára
byskups tígn fekk blezaður þá
sem bækur tjá
það var þrjátigu ára.]

Höfundur ókunnur.
Heimild: Jón Helgason (útg.). 1938. Íslensk miðaldakvæði II – handrit. (bls.391) Textinn er tekinn af Braga óðfræðivef: http://bragi.info/ljod.php?ID=99