Búð með efni til bókagerðar

Verslun með efni til bókagerðar í Bologna á 14. öld. Tveir menn eru þar við iðju sína
og vinna efni til bókagerðar. Sá sem stendur sníðir blað af bókfelli eða pappír en það
er skorðað fast við undirlagið með réttskurðarstiku. Á enda stikunnar er farg (pressa)
í laginu eins og mannshöfuð sem þyngir hana til að hún haldi blaðinu á sínum stað.
Hinn maðurinn virðist vera að afmá texta af bókfelli, fyrir framan hann liggur hálfskrifað
blað. Annað hvort fjarlægir hann skriftina með blekleysandi efni eða reynir að núa hana
burt með vikursteini. Á borðinu má sjá fleiri áhöld sem notuð voru til að ganga frá bókfellinu
þannig að það væri tilbúið í hendur skrifarans. Í hillum fyrir ofan verkmennina liggja staflar
af pappír og bókfellsrúllur. Meðal ritfanga sem hengd eru undir skyggnið fyrir framan
verslunina er búnt af fjaðurstöfum, vinstra megin við innganginn má sjá stóra blekbyttu.
Auk þess hanga í rjáfrinu stikur, litlar blekbyttur eða vikursteinar og e.t.v. tromma. Hægra
megin við verslunina stendur pílagrímur. Myndin er við upphaf annáls frá Bologna en
skrásetjari/höfundur hans, Pietro da Villola og sonur hans Floriano ráku ritfangaverslun.
Albania de la Mare, The shop of Florentine, "Cartolaio" 1426 í Studi offerti a Roberto
Ridolfi, Biblioteca Universitaria di Bologna.