Sköpunarsagan í Teiknibók

Þýðingar helgar: Útskýringar á biblíutextum og sögur af heilögum mönnum voru þýddar úr latínu og lesnar upp til að efla kristni meðal fólks þar sem flestir voru ólæsir. Sögurnar voru líka sagðar með myndverkum úr efni biblíunnar, líkt og þessar myndir af sköpunarsögunni úr Teiknibókinni AM 673a III 4to. Í myndröðinni eru sjö myndir alls, þrjár eru á annarri síðu. Hún er frá því um 1450-75, verk eins af teiknurum fjórum (C-teiknarans) sem lögðu til efni í Teiknibókina á árabilinu frá 1330-1500.