Trérekan frá Indriðastöðum

Tréreka

Fáar rúnaristur hafa fundist á Íslandi, flestar á legsteinum frá 14. öld og fram til 17. aldar. Ein af eldri rúnaristum sem varðveist hefur, talin vera frá 12. öld,
fannst á reku sem grafin var upp úr mýri á Indriðastöðum í Skorradal 1933. Hún er nú varðveitt í Þjóðminjasafni Íslands. Á rekunni stendur:

Páll lét (gera) mig Ingjaldr gerði

Líklega er sagnorðið ‘gera’ undanskilið en getið er um eigandann og handverksmanninn sem bjó rekuna til. Myndin er birt með leyfi Þjóðminjasafns Íslands.

Á öðrum grip í Þjóðminjasafni, Valþjófsstaðahurðinni , sem talin er frá því um 1200, er einnig forn rúnaáletrun. Efri útskurðarmynd hurðarinnar sýnir m.a. ljón
liggja á gröf riddara, bjargvættar síns, en undir ljóninu stendur með rúnaletri: Sjá hinn ríka konung er vá dreka þenna.