| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Textar og markhópar
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
  Munur milli handrita »    
  Textar og markhópar »
      Umræðuefni »
 
      Verkefni »
 
    Hópverkefni »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
   
   
   
Prentvæn útgáfa

Textar og markhópar

Markmið
Að nemendur átti sig á því hvaða sjónarmið og hagsmunir réðu bókaútgáfu til forna í samanburði við þau sjónarmið sem eru ríkjandi í samtímanum.

Til kennarans
Benda má nemendum á að dýr efniviður og vinnulaun gerðu það að verkum að fáir höfðu ráð á að láta skrifa bækur á miðöldum. Kirkja og veraldlegir höfðingjar réðu miðlinum.

Prentlistin barst hingað til lands upp úr siðskiptum og pappírsnotkun varð almennari í kjölfarið. Engu að síður réð kirkjan yfir prentmiðlinum fram á 18. öld þegar prentun laga og fornsagna hófst. Með tilkomu pappírs varð almenningi gert auðveldara að eignast efnivið til skriftar. Um svipað leyti varð alþýðumenntun einnig almennari, fyrir áhrif lúterstrúar, svo sífellt fleiri lærðu að skrifa og búa sér til bækur. Handritadeild Landsbókasafns geymir fjöldann allan af slíkum handritum.

Á okkar tímum ráða markaðslögmál og áhugamál fjöldans meiru um það hvers konar bækur eru prentaðar. Mikil breyting er orðin frá því að sjónarmið fárra efnamanna og kirkjuyfirvalda réðu bókaútgáfu. Með tilkomu tölvutækninnar getur nær hver sem er eignast umbrotsforrit og sett upp eigin texta og prentað út. Jafnhliða hefur útgáfa efnis á vef stóraukist svo netið er nú orðið ein helsta upplýsingaveita samtímans.