| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Bókaframleiðsla > Handskrifaðar bækur
 
    Miðlun að fornu og nýju »
  Bókaframleiðsla »
  Handskrifaðar bækur »
      Umræðuefni »
      Verkefni »
      Ritunarverkefni »
 
 
      Hópverkefni »
    Þemaverkefni »
    Tilvísunarefni á vef »
Munur milli handrita »
Bókamarkaður, markaðslögmál »
Gildi handritanna »
  Um miðlun sagna »
   
Prentvæn útgáfa

Handskrifaðar bækur

Markmið
Að nemendur fái innsýn í hvaða kunnátta og hvers kyns aðstæður voru forsenda bókagerðar á miðöldum.

Til kennarans
Í upphafi má benda nemendum á þá staðreynd að um aldir hafi eina leið manna til að eignast texta á bók verið sú að afrita hann. Vinnan hafi bæði verið seinleg og villugjörn svo ekki þarf að koma á óvart þótt sumir fornir textar séu til í nokkrum gerðum eða afbrigðum. Sú staðreynd bendir einungis til þess að miðlun hans hafi verið virkt ferli sem skrifarar og ritbeiðendur áttu þátt í að móta. Einnig má benda nemendum á að á miðöldum, og reyndar lengur, virðist annað viðhorf til texta hafa ríkt en nú á tímum þegar lög um höfundarétt vernda hugverk þeirra sem skapa eða setja saman tónverk, myndverk, frumsamda sögu eða annars konar texta.

Spyrja mætti nemendur hvar handritin séu varðveitt og við hvaða mann Stofnun Árna Magnússonar sé kennd. Ræða má um handritasöfnun hans og þá sérstöðu sem hann hafði þegar hann safnaði hverri skinnpjötlu sem hann komst yfir.