ra-band
Fyrir ofan f-ið er band fyrir -ra. Það stendur fyrir tvo síðustu stafi orðsins, hér á því að lesa orðið frá.
er-band
Bandið fyrir ofan v-ið stendur fyrir er, þó stundum standi það reyndar aðeins fyrir e-ið. Hér er lesið hverr eða hver með nútímastafsetningu.
og-band
Algeng gerð af og-bandi, sem er eins og stafurinn z í laginu. Samtengingin og var skrifuð ok í fornu máli.
n-hásteflingur
n-hásteflingur táknar tvö n, hér á að lesa orðið einne eða einni samkvæmt nútímastafsetningu.
ur/yr-band
Bandið fyrir ofan f-ið stendur fyrir ur eða yr, en töluvert algengt er að stafurinn ásamt bandinu sé látið tákna orðið fyrir eða fyrr eins og hér er gert.
ui/vi-band
Stafurinn q táknar hér k-hljóð en síðan á að setja stafina í bandinu á eftir og lesa orðið quislina eða kvíslina með nútímastafsetningu.
at-stytting
Þessi lykkja á efri legg þ-sins táknar að bæta á stöfunum at við og lesa orðið þat eða það á nútímamáli.
ar-band
Bandið fyrir ofan þ-ið stendur fyrir ar, hér á því að lesa orðið þar.
nasalstrik
Strikið fyrir ofan e-ið er svokallað nasalstrik sem stendur fyrir nefhljóð. Það getur bæði táknað m og n, og stundum líka meðfylgjandi sérhljóð en það fer eftir orðum. Hér stendur nasalstrikið fyrir m í orðinu heimillt eða heimilt með nútímastafsetningu.
stytting á hann
Orðið hann var stytt á þennan hátt um aldir, með þverstriki gegnum efri hluta leggsins á h-inu. Aðrar myndir orðsins voru oft styttar þannig að í orðmyndinni hans var s-inu bætt aftan við en í orðmyndinni honum var m-ið skrifað aftan við styttinguna.
stytting á lande/landi
Afar algengt var að orðið land væri stytt á þennan hátt en e-ið er endingin i í nútímamáli. Til að skrifa orðið lands væri sama stytting notuð en sett s í enda orðsins, hér á aftur á móti að lesa lande eða landi með nútímastafsetningu.
stytting á maðr/maður
Orðið maðr eða maður er mjög oft stytt á þennan hátt, og sama máli gegnir um aðrar myndir orðsins eins og manni (i fyrir ofan m), manns (z/s fyrir ofan m), menn (m með nasalstriki) og mönnum (mm með nasalstriki). Til forna var orðið skrifað án u-sins í endingunni og svo var einnig með allflest orð sem enda á ur í nútímamáli.
stytting á eigi
Styttingin, eg með þverstriki yfir, er algengur ritháttur fyrir orðið eigi bæði í merkingunni ekki og líka þegar það táknar eign eins og í textanum hér, eigi hann.
stytting á eða
Samtengingin eða var stundum stytt á þennan hátt.
stytting á síno/sínu
Orðið er stytt með því að skrifa síðasta stafinn fyrir ofan s-ið. Til forna var endingin o þar sem nú er u í nútímamáli. Hér á þess vegna að lesa eignarfornafnið síno eða sínu.
stytting á mannz/manns
Orðið mannz eða manns er mjög oft stytt á þennan hátt, og sama máli gegnir um aðrar myndir orðsins eins og maður (r fyrir ofan m), manni (i fyrir ofan m), menn (m með nasalstriki) og mönnum (mm með nasalstriki).
stytting á skal
Þessi stytting á orðinu skal , sl með skástriki, var algeng fram eftir öldum. Hér er notað hátt s sem líkist f-i án þverstriksins í nútímamáli.
stytting á til
Þessi stytting á orðinu til, i fyrir ofan t-ið, var algeng í skrift fram eftir öldum.
stytting á hann
Orðið hann var stytt á þennan hátt um aldir, með þverstriki gegnum efri hluta leggsins á h-inu. Aðrar myndir orðsins voru oft styttar þannig að í orðmyndinni hans var s-inu bætt aftan við en í orðmyndinni honum var m-ið skrifað aftan við styttinguna.
ð með hallandi legg og lykkju
Ein af nokkrum ð-gerðum.
Hátt s
Hátt s var algengasta s-gerðin og líkist f-i án þverstriksins í nútímaskrift. Lágt s, eins og það er skrifað nú, var notað fyrir tvö s og í böndum, þar sem þurfti að koma tákni fyrir ofan stafinn.
r-rotunda
Ein gerð af r-i. Þessi r-gerð var fyrst skrifuð á eftir stöfum með belg, eins og b, d, ð og g en eftir því sem tímar liðu varð algengara að skrifa þessa gerð af r-i víðar.
Gegnumstrikað ö
ö með striki skáhalt í gegn eins og danskt ö, yfirleitt notað þar sem e er í nútímamáli, ö > e, t.d. kömr > kemr. Ein af mörgum ö-táknum í fornu ritmáli.
i fyrir j
i var fram eftir öldum skrifað þar sem nú er haft j í nútímastafsetningu.
d með bognum legg
Ein d-gerð, leggurinn er það boginn að hann fer í gegnum l-ið á undan.
f-gerð
Þessi gerð er lík latneska f-inu sem notað er í nútímaskrift, leggurinn nær þó niður fyrir línuna.
Engilsaxneskt v
Eitt þeirra tákna sem kom úr ensku stafrófi, lítur út eins og öfugt ufsilon.
ð með bognum legg og þverstriki
Ein af nokkrum ð-gerðum.
o fyrir u í endingum
Í fornum textum er oft skrifað o í enda orða þar sem nú er ritað u, hér á að lesa ero eða eru með nútímastafsetningu.
q sem k-tákn
Í gömlum handritum sést sá ritháttur oft að q er skrifað fyrir k-tákn á undan v eða u. Hér sést það einmitt í orðinu quisl eða kvísl með nútímastafsetningu.
c/k í enda orðs
Í gömlum handritum sést c oft sem k-tákn, hér er orðið ok skrifað oc, með k-táknun í enda orðsins en í nútímamáli er samtengingin skrifuð og. Fleiri orð hafa breyst á sama hátt, miök er nú skrifað mjög.
e fyrir i í endingum
Í fornum textum sést oft e fyrir i í endingum, hér á að lesa orðið lande eða landi með nútímastafsetningu.
u eða v
Oft voru stafirnir u og v notaðir á víxl í stað hvors annars, stundum samkvæmt ákveðnum reglum en einnig óreglulega. Hér stendur orðið huala sem í nútímastafsetningu er skrifað hvala.
c fyrir k
Í gömlum handritum sést c oft sem k-tákn, hér í orðinu fisca sem nú er skrifað fiska.
t í enda orðs
Hér er orðið gefit skrifað með t í enda orðsins en í nútímastafsetningu er það skrifað gefið. Fleiri orð hafa breyst á sama hátt, þat er nú skrifað það.
r-rótúnda
r-gerð sem lítur út eins og tölustafurinn 2 og var einkum skrifuð á eftir sveigðum stöfum eins og til dæmis o, ö, ð. Hér er það á eftið ð-inu í viðr eða viður, en orðið var u-laust til forna eins og mörg orð sem í nútímamáli enda á ur.
i fyrir j
Forsetningarnar á og í voru stundum skrifaðar fast upp við orðið sem þær stóðu hjá. Hér stendur afioro sem í nútímamáli væri skrifað á fjöru.
komma fyrir ofan staf
Engin föst regla er á því hvernig menn settu kommur fyrir ofan stafi og er gott að hafa það í huga við lesturinn. Hér stendur orðið tré, með kommu en allt eins gæti staðið tre fyrir sama orð.