Heilsíðuskreyting úr Helgastaðabók Perg. 4to nr. 16

Heilsíðuskreyting úr Helgastaðabók Perg. 4to nr. 16 með sögu heilags Nikulásar eftir Berg Sokkason frá 14. öld. Myndin segir frá
einu af kraftaverki heilags Nikulásar. Á efri myndinni stendur hann við foss ásamt ríkum hjónum sem myrt höfðu þrjá kaupmenn og
kastað innyflum þeirra og líkum í fossinn. Innyflin liggja bundin við steina á árbakkanum en á neðri myndinni hefur heilagur Nikulás
kallað kaupmennina til lífsins. Greinilega má sjá undrun og iðrun ríku hjónanna yfir því að Nikulás hefur afhjúpað illskuverk þeirra.
Lýsingar Helgastaðabókar þykja hafa þá sérstöðu að blandað er saman frum- og hágotneskum stíl.