| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Síða
 
Upphaf ritunar »
  Sérstæð menning »
  Bækur og valdhafar »
  Blómaskeið »
  Aldaskil »
  Handritasöfnun »

Tímaás

1000 – 1100

 • 1000 - kristni lögtekin á alþingi, líklega 999, - kaþólsk trú
  • Upphaf bókagerðar á Íslandi
  • Engin varðveitt handrit
 • 1097 - Tíundarlög samþykkt, hafa sennilega verið rituð þó heimildir skorti

1100-1200

 • Oddaverjar og Haukdælir, hvort tveggja valdamiklar ættir á Íslandi, taka ritlistina snemma í sína þjónustu
 • 1030-1050 - Hróðólfur, enskur maður, heldur líklegast skóla að Bæ í Borgarfirði
 • 1050-60 - Bjarnharður bókvísi, saxneskur maður, með skólahald fyrir norðan, að Stóru-Giljá í Húnavatnssýslu
 • 1056-1133 - Sæmundur fróði í Odda - lærði í París, setti saman konungaannál á latínu sem hefur ekki varðveist
 • Jón Loftsson, barnabarn Sæmundar, var mikill höfðingi sem átti einnig ættir að rekja til norsku konungsættarinnar. Ef til vill má rekja konungasagnaritun til þeirra ættartengsla
 • 1056-1080 - Ísleifur Gissurarson fyrsti biskupinn á Íslandi, trúboðsbiskup sem gaf jörðina Skálholt undir biskupssetur
 • 1082-1118 - Gissur Ísleifsson sonur hans næsti biskup, vígður til Skálholtsbiskupsstóls
 • Gissur og Ísleifur - lærðu báðir erlendis - upphaf skólahalds í Skálholti
 • Teitur Ísleifsson setur á stofn skóla í Haukadal
 • 1106 Biskupstóll settur að Hólum í Hjaltadal
 • 1117-1118 - upphaf lagaritunar á Breiðabólstað í Vestur-Hópi
 • 1122-33 - Ari fróði Þorgilsson setur saman Íslendingabók á norrænu
 • 1133 Þingeyrarklaustur stofnað - Karl Jónsson ábóti, 1140-1213, semur konungasögur
 • um eða fyrir 1150 - Fyrsti málfræðingurinn skrifar málfræðiritgerð sína til að setja Íslendingum stafróf. Samkvæmt honum skráðu þeir þá á eigin tungu: þýðingar helgar (guðsorð), lög, ættvísi og fræði, líkt og Ari fróði hafði saman sett af spaklegu viti
 • 1150 - elstu varðveittu handritabrotin:
  • kirkjulegt efni þýtt úr latínu: hómilíur og sögur af heilögu fólki (t.a.m. Placitusdrápa)
  • tímatalsfræði
  • Veraldarsaga (Alexanders saga)
  • Alls um 25 handrit og handritabrot varðveitt fram til 1200, verk ríflega þrjátíu skrifara
 • Jón Ögmundarson biskup 1152-1221 setur á stofn skóla að Hólum
 • 1155 - Munkaþverárklaustur stofnað
 • 1168 - Þykkvabæjarklaustur stofnað
 • 1172/84 - Klaustur stofnað í Flatey og síðan flutt að Helgafelli
 • 1186 - Kirkjubæjarklaustur stofnsett, nunnuklaustur


1200-1300

 • til um 1250 - Sturlungaöld, átök valdamanna og -ætta í landinu
 • 1226 - Viðeyjarklaustur stofnað
 • 1241 - Snorri Sturluson veginn í Reykholti
 • Seinni hluti 13. aldar - ritun Sturlungu, Sturla Þórðarson sagnaritari
 • Um 1250 - tvö aðalhandrit Grágásar, þjóðveldislaganna, talin rituð
 • 1262 - Íslendingar ganga Noregskonungi á hönd, lok þjóðveldis
 • Efni Stjórnar þýtt (varðveitt í handritum frá 14. öld )
 • um og eftir 1267 - Þórarinn kaggi heldur skóla á Völlum í Svarfaðardal, nytsemdarmaður til leturs og bókagerðar
 • um 1270 - Konungsbók Eddukvæða talin rituð
 • 1281 - Jónsbók lögfest, elstu varðveittu handrit frá lokum 13. aldar
 • 1295 - Reynisstaðarklaustur stofnað, nunnuklaustur
 • 1296 - Möðruvallaklaustur stofnað
 • Um 1300 - ritun Hauksbókar, kennd við eigandann, Hauk Erlendsson lögmann
 • Alls um 69 handrit og handritabrot varðveitt fram til 1300 , verk u.þ.b. hundrað skrifara


1300-1400

 • Blómaskeið í gerð bóka, mörg vegleg, vönduð og ríkulega skreytt handrit
 • Bókaútflutningur frá Íslandi til Noregs
 • Stórar, glæsilegar safnbækur varðveittar frá þessu tímabili
 • 1363 - Skarðsbók Jónsbókar er skráð, listilega skreytt handrit
 • 1380 - Noregur, og þar með Ísland, ganga í konungssamband við Danmörku
 • 1387-94 - Flateyjarbók, safn konunga sagna skrifuð að beiðni Jóns Hákonarsonar bónda í Víðidalstungu í Vatnsdal
 • Vatnshyrna, safn Íslendinga sagna, einnig tekin saman fyrir Jón Hákonarson
 • Bókaútflutningur leggst niður undir lok aldarinnar
 • Frá 14. öldinni eru varðveitt fjölmörg handrit og handritabrot:
  • Konungasögur: 46 handrit og handritabrot
  • Íslendingasögur 23 handrit og handritabrot
  • Annálar
  • Samtíðarsögur (veraldlegar og kirkjulegar: heilagra manna sögur) 13 handrit og handritabrot
  • Fornaldasögur og riddarasögur 14 handrit og handritabrot
  • Flest aðalhandrit Snorra-Eddu
 • um það bil 200 sagnahandrit og handritabrot varðveitt frá upphafi, þar af helmingur handrita heilagra manna sagna auk Stjórnar (u.þ.b. 4 handrit)
 • Staðir og menn sem tengjast bókagerð og ritun
  • Lárentíus biskup og Einar Hafliðason skrifari hans ( 1307-1393 )
  • Prestarnir Jón Þórðarson skrifari og Magnús Þórhallsson skrifari og lýsandi Flateyjarbókar
  • Munkaþverá og Þingeyrar - Norðlenski Benediktínaskólinn
  • Helgafell


1400-1500

 • 1402-1404 - Svarti dauði geisar, gífurlegt mannfall, nær þriðjungur landsmanna deyr
 • Lægð í bókagerð fyrri hluta aldarinnar
 • Efni og handbragð á bókum mun lélegra en öldina á undan
 • Bókagerð kemst á nokkurt skrið eftir miðja öldina
 • Fleiri nafngreindir skrifarar þekktir
 • Til siðskipta er eldra efni einkum skrifað upp- smekkur eða markaðsforsendur breytast
 • Fá konungasagnahandrit
 • Nokkuð um handrit með Íslendinga sögum, t.d. Grettis sögu og útlaga- og ævintýrasögum
 • Fleiri handrit með riddara- og fornaldar sögum
 • Stór rímnahandrit eru varðveitt - efni sagna fært í rímur
 • Þýðingar úr kirkjulegu efni, úr ensku, þýsku, dönsku og líklega prentbókum
 • 1493 - Skriðuklaustur stofnað
 • Jónar tveir Þorlákssynir skrifarar og handarverk þeirra


1500-1600

 • Enn fleiri nafngreindir skrifarar
 • Til siðskipta er einkum skrifað upp gamalt efni - smekkur eða markaðsforsendur breytt:
 • Fá konungasagnahandrit
 • Nokkuð um handrit með Íslendingasögum, t.d. Grettis sögu og útlaga- og ævintýrasögum
 • Fleiri handrit með riddara- og fornaldarsögum
 • Stór rímnahandrit eru varðveitt - efni sagna fært í rímur
 • Þýðingar úr kirkjulegu efni, úr ensku, þýsku, dönsku og líklega prentbókum
 • Í kringum 1530 - prentverk flutt til landsins - Jón Arason biskup fær sænska prentarann Jón Matthíasson til starfa við prentverkið á Breiðabólstað í Vesturhópi
 • Pappír berst til landsins á 16. öld- ódýrara efni sem gjörbreytir möguleikum fólks á að rita bækur
 • Jón Arason biskup og synir hans, Björn prestur og Ari lögmaður, skrifa bækur
 • 1550 - siðskipti, Íslendingar láta af kaþólskri trú samkvæmt boði konungs
 • Guðbrandur biskup Þorláksson ( 1542-1627 ) fær Arngrím lærða til að svara neikvæðum sögusögnum um Ísland
 • Arngrímur lærði ( 1568-1648 ) kynnir íslenskar fornbækur í ritum sínum í Kaupmannahöfn
 • Vestfirskir feðgar, Ari Jónsson og synir hans Jón og Tómas, vinna allir við skriftir

   


1600-1700

 • Fornmenntastefnan eða húmanisminn berst til Íslands
 • Uppskriftaalda hefst á Íslandi - mest skrifað á pappír
 • Danir og Svíar keppast um að koma höndum yfir íslensk handrit
 • Margar pappírsuppskriftir ómetanlegar; varðveita efni skinnbóka sem fóru forgörðum eftir að efni þeirra var fest á pappír.
 • Þorlákur Skúlason ( 1597-1656 ) biskup á Hólum og Brynjólfur Sveinsson ( 1605-1675 ) biskup í Skálholti stóðu fyrir því að mikið var skrifað upp af skinnbókum á pappír
 • Margir þekktir skrifarar frá þessum tíma: Björn á Skarðsá ( 1574-1655 ) og Jón Erlendsson í Villingaholti, séra Ketill Jörundarson afi Árna Magnússonar
 • 1663 - Árni Magnússon fæðist
 • 1682 - Höfðaskip ferst í hafi með fjölda handrita sem og Hannes Þorleifsson sem safnaði handritum fyrir Danakonung. Jón Eggertsson sem safnaði fyrir Svíakonung á sama tíma kemst út með sinn hlut
 • Árni Magnússon hefur störf við uppskriftir handrita strax að afloknu háskólaprófi og byrjar fljótlega að safna handritum bæði í Kaupmannahöfn þar sem hann lifði og starfaði og annars staðar erlendis og á Íslandi.


1700-1900

 • 1702-12 - Jarðabókarvinna Árna Magnússonar og Páls Vídalín
 • 1709 - Árni Magnússon kvænist Mette Fischer
 • 1728 - Bruninn í Kaupmannahöfn - hluti safns Árna Magnússonar brennur
 • 1729 - Jón úr Grunnavík skrifar frásgön af brunanum - Relatio
 • 1730 - Árni Magnússon deyr af völdum veikinda 7. janúar. Mette kona hans deyr í september sama ár. Árni og Mette arfleiða Kaupmannahafnarháskóla að safni Árna og eigum sínum
 • 1730 - Handritasafn Árna fært á loft Þrenningarkirkjunnar eftir andlát Árna
 • 1861 - Safni Árna komið fyrir í háskólabókasafninu

1900-2000

 • 1907 - Íslendingar krefjast allra íslenskra skjala og handrita frá Danmörku, þ.á m. safns Árna Magnússonar
 • 1928 - Íslensk skjöl úr dönskum söfnum afhent Þjóðskjalasafni, þ.á m. 4 handrit úr safni Árna Magnússonar og jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín
 • 1930 og 1938 - Alþingi samþykkir þingsályktunartillögur um handritin í Danmörku og ríkisstjórnin tekur upp samningaviðræður við dönsku stjórnina. Ekkert þokast þó áfram í málinu
 • 1944 - Eftir stofnun lýðveldis verða kröfur Íslendinga um handritin enn háværari
 • 1947 - Danska ríkisstjórnin skipar nefnd stjórnmálamanna til að fjalla um málið
 • 1951 - Nefndin skilar áliti en er margklofin í afstöðu sinni. Fræðimaðurinn Sigurður Nordal er skipaður sendiherra Íslands í Danmörku en það sýnir alvöru íslenskra stjórnvalda í málinu
 • 1954 - Menntamálaráðherra Dana gerir tillögu um að handritunum verði skipt eftir efni milli Dana og Íslendinga. Íslendingar hafna því
 • 1955 - Alþingi veitir fé til útgáfu handrita á Íslandi
 • 1956 - Det Arnamagnæanske Institute er sett á stofn í Kaupmannahöfn
 • 1959 - Alþingi skipar nefnd til að vinna með ríkisstjórninni að framgangi málsins
 • 1961 - Útbúinn óskalisti yfir handrit sem Íslendingar vilja fá
 • 1961 - Lausn handritamálsins milli danskra og íslenskra stjórnvalda. Íslendingar fá tvo þriðju hluta handrita úr Árnasafni, 1666 handrit og handritabrot auk 141 handrita úr Konungsbókhlöðu
 • 1962 - Handritastofnun Íslands sett á fót
 • 1967 - Fyrsta skóflustungan tekin að Árnagarði
 • 1969 - Handritastofnun flyst í nýja húsnæðið
 • 1971 - Fyrstu handritin koma til Íslands 21. apríl með danska varðskipinu Vædderen í blíðskaparveðri og við fögnuð margmennis á hafnarbakkanum
 • 1972 - Nafni Handritastofnunar breytt í Stofnun Árna Magnússonar.
 • 1997 - Síðustu handritin flutt til Íslands þann 19. júní. Þar með lauk formlega afhendingu handritanna sem staðið hafði í 26 ár
 • 2000 - Stofnun Árna Magnússonar fær Melsteðs-Eddu að gjöf 13. febrúar