| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Kennsluefnið > Miðlun að fornu og nýju
 
  Miðlun að fornu og nýju »
  Miðlun »
  Upplýsingasamfélagið »
  Munnmenntir »
  Ritlist »
    Bókaframleiðsla »
    Um miðlun sagna »
Prentvæn útgáfa

Miðlun að fornu og nýju

Markmið
Að benda nemendum á mikilvægi tungumálsins til miðlunar, bæði munnlegrar og síðar ritaðrar, og það nýmæli sem bókin var í upphafi ritaldar.


Til kennarans
Gott er að nota tækifærið þegar nemendur hefja lestur Íslendinga sagna eða annarra fornbókmennta og ræða hversu mikið erfiði Íslendingar lögðu á sig við að búa til bækur með þeim frásögnum sem nemendur eiga fyrir höndum að lesa. Bókagerðin var í senn dýrt og tímafrekt verk og er ekki úr vegi að kynna þá staðreynd fyrir nemendum sem búa við ódýra og tafarlausa miðlun efnis með upplýsingatækni nútímans.

Í þessum hluta er fjallað um tilkomu bókarinnar sem miðils við upphaf ritunar, hversu mikið nýmæli hún var og af hverju hún náði vinsældum. Til að nemendur átti sig betur á þessum straumhvörfum má þá leita fanga í eigin reynsluheimi og setja sig í spor fólks fyrr á öldum og bera þannig saman fortíð og samtíð og e.t.v. velta fyrir sér mögulegri þróun á þessu sviði á komandi árum. Nálgunin felst í samanburði á þeirri tölvu- og upplýsingatækni sem nemendur þekkja vel af eigin raun og þeim tímamótum sem urðu þegar ritlistin hélt innreið sína í kjölfar kristnitökunnar.

Til að vekja nemendur til umhugsunar um hvernig bækur voru búnar til og hvað þær urðu mikilvægar við miðlun upplýsinga eru kennarar hvattir til að nota verkefni eða hugleiðingar um hvað ýti undir að fólk sem býr í munnmenntasamfélagi taki bókina í sína þjónustu.