| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |

Upphaf ritunar »
  Sérstæð menning »
  Menntun »
  Ritun á norrænu »
  Fjölbreytt sagnalist »
  Bækur og valdhafar »
  Blómaskeið »
  Aldaskil »
  Handritasöfnun »

 


Forsíða > Sagan > Sérstæð menning > Fjölbreytt sagnalist

 

Prentvæn útgáfa

Fjölbreytt sagnalist

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina enn meira
Myndatexti

Sex greinar Fjölbreytileiki íslenskrar sagnaritunar
Elstu varðveittu handritin með íslenskum texta eru talin vera frá síðari hluta 12. aldar. Það eru einkum kristilegir textar, en auk þess eru til handrit með lögum og fræði frá þessum tíma. Snemma var farið að skrifa um stjörnufræði sem fjalla um sólargang, tunglkomur, mánuði og misseraskipti en fræði af þessu tagi má finna í handriti frá 1187.
Myndir úr fræðahandritum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/fraedibaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm
Mjölsigti úr blöðum grísks náttúrufræðirits

Þegar ritmenningin hafði fest sig í sessi hófst ritun konungasagna, biskupasagna, samtímasagna og Íslendingasagna eins og sést á vitnisburði varðveittra handrita. Elstu textar eru eins og fyrr segir guðsorð, lög og fræðibækur en síðar, eða upp úr 1200 bætast sagnahandrit við.

Í fyrstu var sagnaritun sagnfræði síns tíma. Algengt var að menn leituðu í þær heimildir sem fyrir voru eftir efnivið í nýjar sagnir; arfsagnir, ættartölur, annála, og aðrar bækur sem til voru og bættu síðan nokkuð við frá eigin brjósti. Þessi vinnubrögð þóttu góð og gild sagnfræði. Sagnfræðisjónarmiðið vék fyrir skemmtigildi sagnanna er tímar liðu og þannig þróuðust bókmenntir sem Íslendinga sögurnar bera glöggt vitni um.

Gott er að hafa í huga að söguskoðun miðaldamanna var önnur en í dag. Það voru ekki sömu mörk milli sagnfræði og bókmennta og nú eru notuð. Söguskoðun Íslendingasagna er sú að landnámsmenn hafi komið hingað vegna þess að þeir þoldu ekki yfirráð Haraldar hárfagra. Þess verður ekki vart í ritum Arngríms lærða sem eru yngri en skýtur upp kollinum aftur í sjálfstæðisbaráttunni. Hver ætli sé ríkjandi söguskoðun nú á tímum?
Hvers vegna voru þessar sögur skrifaðar?

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina enn meira
Myndatexti

Kristilegar bækur voru að sjálfsögðu í eigu kirkna og biskupssetra en lögbækur, sagna- og kvæðabækur oftar í eigu lögmanna og stórbænda. Menningarstraumar erlendis frá gátu hvorttveggja náð til trúaráhrifa sem og nýrra bókmenntaáhrifa s.s. þegar riddarasögur bárust hingað frá hirðum Noregskonunga eftir að Íslendingar gengu konungi á hönd. Áhugamál manna voru mjög misjöfn og þess vegna er efni handrita einnig mjög mismunandi. Á 14. öld voru Íslendingar farnir að setja æði margt á bækur. Fyrir utan það sem nefnt hefur verið til þessa er þetta helst:

Listi yfir helstu tegundir sagnaritunar á miðöldum

sagan\upphafritunar\fjorar_greinar.htm
1. Guðsorð: Útskýringar á biblíutextum og þýddar sögur af heilögum mönnum voru skrifaðar á íslensku og lesnar upp til að efla kristni meðal fólks því margir voru ólæsir. Þess vegna voru sögur líka sagðar með myndum sem skýrðu efni biblíunnar eins og mynd af sköpunarsögunni úr Íslensku teiknibókinni frá 15. öld. Myndir úr Teiknibókinni: http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/truarrit.htm


2. Lög: Íslendingar stofnuðu Alþingi árið 930 og settu sér lög. Elstu lögin, þjóðveldislögin hafa verið nefnd Grágás. Fyrst voru lög geymd í minni en fljótlega fóru menn að skrá þau á skinn. Í Grágás er stuðlasetning algeng sem bendir til munnlegrar varðveislu. Íslenskt þjóðskipulag var framan af miðöldum ólíkt því sem gerðist í Evrópu.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina enn meira
Myndatexti

Hér voru ekki kóngar og hirðmenn sem réðu ríkjum heldur voru háð sameiginleg þing manna sem lutu sömu lögum. Þess vegna vildu eða þurftu menn að eiga lögbækur til að þekkja rétt sinn. Mikilvægi laga sést á því að lögbækur eru oft veglegar bækur, vandað var til skinns í þær og oft hafðar skreytingar í þeim. Margar lögbækur hafa varðveist, eflaust vegna þess hve algengar eignir þær voru og af því að vel var passað upp á þær. Sömu lög giltu oft lengi, jafnvel öldum saman eins og Jónsbók, sem sett var í lög 1281 og enn finnast ákvæði úr í lögum. Jónsbók hefur varðveist í fleiri uppskriftum en nokkuð annað rit frá miðöldum, í yfir 200 handritum. Til samanburðar má nefna að Eddukvæðin eru flest einungis til í einu handriti sem kallað er Konungsbók
Myndir úr lögbókum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/logbaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/spassiumyndir/heynesbok.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/vardv_gildi.htm

3. Fræði: Íslendingar skráðu snemma sagnfræði, málfræði, stjörnufræði, tímatalsfræði og dýrafræði. Alfræðibókin Physiologus var samin í Alexandríu á fyrstu öldum eftir Krist. Hún fjallar einkum um furðulega eiginleika ýmissa dýra, raunverulegra eða úr heimi þjóðsagna. Ritið var mjög snemma þýtt á íslensku og er til í handritsbrotum frá því um 1200.
Myndir úr fræðahandritum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/fraedibaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm
Mjölsigti úr blöðum grísks náttúrufræðirits

4. Ættvísi: Ættartölur eru raktar í Landnámu en koma fyrir í mörgum Íslendinga sögum. Það bendir til þess að töluverður fróðleikur hafi verið til í landinu um ættir manna frá því fyrir landnám þó hann hafi ekki varðveist í sérstökum ættarskrám.
ath. \sagan\upphafritunar\fjorar_greinar.htm
Myndin er af elstu varðveittu Landnámu í Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar.

5. Annálar: Annálaritun hefst á 12. og 13. öld en ritun þeirra og sagnaritun fylgjast gjarnan að. Elsta saga sem varðveist hefur og geymir frásagnarbókmenntir er einmitt Veraldar saga frá 12. öld sem rekur sögu heimsins á annálskenndan hátt.

6. Konungasögur
Í slendingar voru frægir í útlöndum á miðöldum fyrir frásagnarlist og sagnaauð. Þess vegna voru íslenskir menn fengnir til að rita sögur norrænna konunga. Strax á 12. öld voru nafngreindir munkar fengnir til að rita sögur Noregskonunga. Ritun konungasagna tengist sagnfræði, ritun uppruna- eða þjóðarsagna. Ættir konunga sem raktar voru til Nóa eða Adams gáfu tilfinningu fyrir uppruna eða upphafi þjóðar og konungdæmis. Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld – hvers vegna skrifuðu ísl kon. sögur? göfugur uppruni röksemd fyrir veraldlegum völdum) um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar. Flateyjarbók er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm Lýsingar: upphafsstafir og myndstafir

Nafnþekktir menn sem skrifuðu konungasögur: upphafsmenn: Ari fróði (norræna) og/eða Sæmundur Sigfússon (latína)
Æ visögur: Sverrissaga, Böglungasögur, Hákonarsaga Hákonasonar, Magnúss saga lagabætis
Samsteypur: Fagurskinna, Heimskringla og Morkinskinna– stjálfstæður ritstjóri

Norðmenn hófu að skrifa þjóðarsögu sína á seinni hluta 12. aldar, tvö handrit á latínu varðveitt og tvö á íslensku:
Historia de antiquitate regum Norwagiensium
Historia Norwegiae
Á grip, ágripskennt á köflum, elsta norska yfirlitsritið
Fagurskinna eða Noregskonungatal, líklega skrifuð í kringum 1220 en aðeins til í íslenskum eftirritum frá 17. og 18. öld
Nokkrir kaflar sameiginlegir í Fagurskinnu og Heimskringlu en eriftt að segja til um hvers eðlis sambandið er, höf FSK hefur ekki notað Hkr, Snorri hefur hugsanlega stuðst við FSK eða báðir höfundar notað sömu heimild, vantar í FSK
Morkinskinna – Þormóður Torfason kallaði bókina þessu nafni, skrifuð á 3. eða 4. fjórðungi 13. aldar eftir stofnriti sem samið var í upphafi aldarinnar
-ath margar konungasagnabækur rekja svipaða atburði og sögu sömu konunga-
Snorri Sturluson nefndur í mörgum fornum sagnaritum og honum eignuð Snorra-edda (varðveitt í 8 handritum og handritabrotum frá miðöldum og hvergi heil) strax í handriti frá 1. fjórðungi 14. aldar, Uppsalabók:

Bók þessi heitir Edda; hana hefir saman setta Snorri Sturluson eftir þeim hætti sem hér er skipað. Er fyrst frá ásum og Ymi, þar næst Skáldskaparmál og heiti margra hluta, síðast Háttatal, er Snorri hefir ort um Hákon konung og Skúla hertoga.


6. Konungasögur
Í slendingar voru frægir í útlöndum á miðöldum fyrir frásagnarlist og sagnaauð. Þess vegna voru íslenskir menn fengnir til að rita sögur norrænna konunga. Strax á 12. öld voru nafngreindir munkar fengnir til að rita sögur Noregskonunga. Ritun konungasagna tengist sagnfræði, ritun uppruna- eða þjóðarsagna. Ættir konunga sem raktar voru til Nóa eða Adams gáfu tilfinningu fyrir uppruna eða upphafi þjóðar og konungdæmis.

Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld – hvers vegna skrifuðu ísl kon. sögur? göfugur uppruni röksemd fyrir veraldlegum völdum – Oddaverjar og Haukdælir töldu sig af konungum komnir, Ari og Sæmi Oddaverjar, fyrstir til að skrá sögur af Noregskon.) um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar. Flateyjarbók er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm Lýsingar: upphafsstafir og myndstafir

Atvinnuskrifarar rituðu og endursömdu konungasögur sem síðan voru fluttar út til Noregs og seldar þar eða færðar konungum að gjöf eins og til stóð með Flateyjarbók. Nokkur konungasagnahandrit sem skrifuð voru á Íslandi af íslenskum skrifurum hafa nefninlega varðveist í Noregi.

Nafnþekktir menn sem skrifuðu konungasögur: upphafsmenn: Ari fróði (norræna) og/eða Sæmundur Sigfússon (latína)
Æ visögur: Sverrissaga (Karl Jónsson fyrir 1200), Böglungasögur (fyrir 1264/5), Hákonarsaga Hákonasonar (Sturla Þórðarson 1264-5), Magnúss saga lagabætis (Sturla Þórðarson -1280, aðeins 2 blöð varðveitt en Arngrímur lærði hefur þekkt hana á sínum tíma!)
Samsteypur/þjóðarsögur (ævisögur konunga hvers á fætur öðrum í ítarlegri ritum): Fagurskinna (-1225, stuðst við Ágrip og Morkinskinnu hina eldri), Heimskringla (-1230) og Morkinskinna (upp–1220) stjálfstæður ritstjóri

Norðmenn hófu að skrifa þjóðarsögu sína á seinni hluta 12. aldar, tvö handrit á latínu varðveitt og tvö á íslensku:
Historia de antiquitate regum Norwagiensium (1150-1200)
Historia Norwegiae (Þeódríkus munkur -1180)
Á grip, ágripskennt á köflum, elsta norska yfirlitsritið (1190-1200)
Fagurskinna eða Noregskonungatal, líklega skrifuð í kringum 1220 en aðeins til í íslenskum eftirritum frá 17. og 18. öld

Nokkrir kaflar sameiginlegir í Fagurskinnu og Heimskringlu en eriftt að segja til um hvers eðlis sambandið er, höf FSK hefur ekki notað Hkr, Snorri hefur hugsanlega stuðst við FSK eða báðir höfundar notað sömu heimild, vantar í FSK
Morkinskinna – Þormóður Torfason kallaði bókina þessu nafni, skrifuð á 3. eða 4. fjórðungi 13. aldar eftir stofnriti sem samið var í upphafi aldarinnar

-ath margar konungasagnabækur rekja svipaða atburði og sögu sömu konunga- t.d. norsku latínuritin, Ágrip, Morkinskinna (að hluta), Fagurskinna og Heimskringla.
Tafla bls. 26-27 í Lykilbók Hskr – Svart á hvítu
Á Netútgáfunni má meðal annarra fornrita finna Heimskringlu. Þar má fá hugmynd um fjölda konunga sem fjallað er um í bókinni: http://www.snerpa.is/net/snorri/heimskri.htm
Hvað heita handrit Heimskringlu? Jöfraskinna t.d.

Elstu ævisögur auk Sverris sögu eru:
Ó lafs saga Tryggvasonar (Oddur Snorrason – 1190 á latínu), (þýðing 1190-1200), (e. Gunnlaug Leifsson -1200)

Ólafs saga helga (hin elsta -1200?), (helgisagan 1210-50?), (lífssaga, Styrmir Kárason 1210-25?)

Orkneyingarsaga – um jarla

Snorri Sturluson nefndur í mörgum fornum sagnaritum (ekki sem höfundur sagna) og honum eignuð Snorra-edda (varðveitt í 8 handritum og handritabrotum frá miðöldum og hvergi heil) strax í handriti frá 1. fjórðungi 14. aldar, í titli Uppsala-Eddu (tengja við nafnleysi höfunda og hvernig upplýsingarnar liggja örsjaldan á lausu eins og hér og hvað leggja þurfi á sig, með rannsóknum, til að nálgast þær í öðrum tilfellum, t.d. Egilssögu, tengja líka við fornmenntastarfið og nafn bókarinnar):

Bók þessi heitir Edda; hana hefir saman setta Snorri Sturluson eftir þeim hætti sem hér er skipað. Er fyrst frá ásum og Ymi, þar næst Skáldskaparmál og heiti margra hluta, síðast Háttatal, er Snorri hefir ort um Hákon konung og Skúla hertoga.

Snorra er fyrst getið sem höfundur Heimskringlu og Ólafssögu helga hinnar sérstöku á 16. öld í norskri þýðingu Laurents Hanssön. Í Íslendinga sögu segir Sturla Þórðarson frá því að Snorri frændi hans hafi stundað ritstörf:

Þetta sumar var kyrrt og friður góður á Íslandi, lítil þingreið. Snorri reið eigi til þings, en lét Styrmi prest hinn fróða ríða til þings með lögsögn. Nú tók að batna með þeim Snorra og Sturlu og var Sturla löngum þá í Reykjaholti og lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim er Snorri setti saman (Sturlunga s. 328-329)

Færsla um andlát Snorra 1241 í Oddaverjaannáli frá um 1590:

Andlát Snorra Sturlusonar í Reykholti. Hann var maður vitur og margfróður, höfðingi mikill og slægvitur. Hann kom fyrstur manna eignum undir kóng hér á landi sem var Bessastaðir og Eyvindarstaðir. Hann samsetti Eddu og margar aðrar fræðibækur, íslenskar sögur. Hann var veginn í Reykholti af mönnum Gissurar jarls. (Islandske Annaler 1888, 481)

Forsögulegir konungar (Ynglingar)
Hálfdán svarti
Haraldur hárfagri
Eiríkur blóðöx
Hákon Aðalsteinsfóstri
Haraldur gráfeldur
Hákon jarl Sigurðsson
Ó lafur Tryggvason
Eiríkur og Sveinn Hákonarsynir
Ó lafur helgi Haraldsson
Sveinn Alfífuson
Magnús góði Ólafsson
Haraldur harðráði Sigurðsson
Ó lafur kyrri
Magnús berfættur
Magnússynir (Sigurður, Ólafur og Eysteinn)
Magnús blindi Sigurðarson, Haraldur gilli
Ingi, Sigurður og Eysteinn Haraldssynir
Hákon herðibreiður Sigurðarson
Magnús Erlingsson
Sverrir Sigurðsson
Birkibeinar og baglar
Hákon gamli Hákonarson
Magnús lagabætir Hákonarson

Ath. hvenær voru allar konungasögur komnar úr landi? Eru enn allar utan Íslands nema Flateyjarbók. Búið var að skrifa þær flestar fyrir eða um 1300 – með ritun Magnúsar sögu lagabætis lýkur þeim. Nýjar sögur eru ekki skrifaðar, útflutningsmarkaður lokast. Þó Ólafssaga Tryggvasonar hin mesta á fyrsta hluta 14. aldar og samsteypuna í handritunum Huldu (14. öld) og Hrokkinskinnu (1400) , byggir á efni úr Heimskringlu og Morkinskinnu. Mikill hluti konungasagnahandrita sem skrifuð voru á Íslandi á miðöldum var sendur til Noregs. Handritin voru flest skrifuð upp á 120 ára tímabili, frá 1260, þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og til 1380 þegar Norðmenn komust undir danska konungsstjórn. Mörg frægustu Heimskringluhandritin voru enn í Noregi í upphafi 16. aldar (þegar Norðmenn voru enn undir Dönum??)

Mögulegt að skoða handritasögu Heimskringlu, rakin í útg. Svarts á hvítu.

Endurnýjaður áhugi á Norðurlöndunum á konungasögum í upphafi 16. aldar með fornmenntastefnunni.

Flateyjarbók er sennilega síðasta safnritið fyrir norska stórhöfðingja, líklega ætluð Ólafi konungi Hákonarsyni sem fékk hana þó aldrei.

Hvenær misstu Íslendingar áhugann á þeim, höfðu þeir e-t áhuga, lásu þeir sögurnar – hvernig gildi höfðu þær? Í hvernig líta varðveitt handrit konungasagna út? Yfirleitt ekki myndskreytt nema Flateyjarbók, oftast í foliobroti, hvað með ævisögur einstakra konunga?

7. Biskupasögur
Kaþólskum sið fylgdi mikill átrúnaður á heilaga menn eða dýrlinga. Á messudögum þeirra tvisvar á ári voru sögur þeirra lesnar og sagt frá kraftaverkum þeirra. Þessar sögur voru sagnfræðilegar ævisögur þar sem áhersla var lögð á helgi dýrlingsins. Menn hétu á dýrlinga sér til hjálpar og gáfu kirkjum þeirra áheitin. Því var mikilvægt fyrir Íslendinga að eignast íslenskan dýrling sem stæði nær alþýðunni og til að njóta góðs af áheitum. Erlendar sögur heilagra manna og postulasögur hafa verið fyrirmynd þessara íslensku sagna sem allar fjalla um biskupa. Biskupasögurnar segja frá ævi og kraftaverkum íslenskra biskupa. Þorlákur helgi Þórhallsson var fyrsti íslenski dýrlingurinn og sá vinsælasti en Þorláksmessa er kennd við hann. Elsta varðveitta brot úr sögu heilags Þorláks er frá 13. öld en hún er elsta biskupasagan. (Þorlákssaga helga AM 382 4to)

8. Samtímasögur greina frá viðburðum sem gerast á 12. og 13. öld og eru skráðir af samtímamönnum. Nokkrar sagnanna eru varðeittar sem stakar sögur en flestar þeirra eru einungis varðveittar í Sturlungu. Sumir hafa haldið því fram að Sturlunga hafi verið skrifuð á tímamótum á Íslandi þegar þjóðveldið var að líða undir lok. Þá hafði geisað mikið ófriðartímabil sem mönnum þótti ástæða til að skrá frásagnir um á bækur. Skrásetjarar voru oftast menn sem sjálfir höfðu verið vitni að atburðunum og þess vegna eru sögurnar e.k. samtímasagnfræði.
Sturlunga er varðveitt í tveimur handritum, Króksfjarðarbók og Reykjafjarðabók. Stór hluti Reykjafjarðabókar hefur týnst en þau fáu blöð sem varðveist hafa voru notuð í snið. Sturlunga á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm

9. Íslendingasögur voru feikivinsælt lesefni. Sumar sögurnar voru þó vinsælli en aðrar ef marka má fjölda þeirra handrita sem varðveist hafa. Nokkrar sögur eru einungis til í örfáum handritum (t.d. Heiðarvíga saga) á meðan aðrar eru til í tugum handrita skrifuðum á ýmsum tímum (t.d. Njáls saga). Elsta varðveitt brot Íslendingasagna er úr Egilssögu frá seinni hluta 13. aldar. Íslendinga sögur fjalla um íslenska bændur og höfðingja og deilur þeirra, frá landnámi fram á 12. öld. Markmið þeirra var að segja sögu í stað þess að rekja sagnfræði eins og algengara er í öðrum sögum. Ef til vill er hægt að greina þennan mun helst á því að höfundar Íslendingasagna merkja sér aldrei sögurnar en höfundar a.m.k. nokkurra konungasagna, biskupasagna og samtímasagna eru nafngreindir.
Eitt fjölmargra Njáluhandrita kallast Gráskinna og er frá 14. öld.
Bókin bundin inn http://am.hi.is/handritinheima/handritid/handverkid/bokbandid/bokband_safnmork.htm
Skinn skorið og brotið http://am.hi.is/handritinheima/handritid/handverkid/undirbun/bokin_undirbuin.htm
miðmynd: AM 152 fol með Grettis sögu ofl. Íslendingasögum.

10. Kveðskapur (Konungsbók eddukvæða Gks 2365 4to)
Kveðskapur hefur verið festur á bókfell og um miðja 13. öld hefur verið búið að safna eddukvæðunum saman á eina bók. Dróttkvæði eru hirðkvæði sem ort voru af Íslendingum fyrir norræna konunga en þau eru ekki til öll saman í einu handriti eins og Eddukvæðin heldur hafa þau varðveist sem hluti konunga- og Íslendingasagna.

11. Skáldskaparfræði (Konungsbók Snorra-Eddu AM 2367 4to)
Edda Snorra Sturlusonar er kennslubók í skáldskaparfræðum og er orðin til svo menn geti skilið gamla skáldamálið í eddukvæðum og dróttkvæðum og ort undir réttum háttum. Til þess að skýra skáldamálið segir hann frá fornum norrænum átrúnaði og goðum.
Um goðafræði og myndir http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm

12. Fornaldarsögur af norrænum köppum voru vinsælt lesefni. Þær fjalla um hetjur í leit að frægð og frama, stundum að brúði eða konungsríki og enda alltaf vel. Fornaldarsögur eru oft með ævintýrablæ, í þeim koma fyrir tröll og forynjur og hálfmennskar verur.

12. Fornaldarsögur af norrænum köppum voru vinsælt lesefni. Þær fjalla um hetjur í leit að frægð og frama, stundum að brúði eða konungsríki og enda alltaf vel. Fornaldarsögur eru oft með ævintýrablæ, í þeim koma fyrir tröll og forynjur og hálfmennskar verur.
Í kringum 25 sögur. Elstu handrit fremur ung, Hauksbók frá byrjun 14. aldar elst og handrit af Örvar-Odds sögu frá svipuðum tíma eða litlu seinna. Flest handrit frá byrjun 15. aldar, þýðir þó ekki endilega að sögurnar séu mjög gamlar, sögusvið langt aftur í aldir. Völsungasaga, einhverjar sömu persónur og í hetjukvæðum – sögulegar. Tengsl milli fornrar kveðskaparhefðar germanskra þjóða og hluta fornaldarsagnanna. Sameiginlegt efni í Völsungasögu og fornenska kvæðinu Bjólfskviðu annars vegar og Ásmundasögu og hinu þýska Hildibrandskvæði hins vegar.

Hluti munnlegrar sagnarhefðar? fyrir ritöld. Flestar of langar miðað við það sem þekkist í samfélögum nútímans þar sem enn lifir munnleg frásögn án áhrifa ritmenningar.

Fornaldasögur er að finna á netútgáfunni:
http://www.snerpa.is/net/forn/forn.htm

Borið saman við lista í Heroic Sagas and Ballads eftir Stephen A. Mitchell, undirstrikaðar sögur eru einnig á hans lista, sögur innan sviga eru viðbót frá honum við það sem hér er nefnt:
(Helga þáttr Þórissonar)
(Tóka þáttr Tókasonar)
(Yngvar saga víðförla
(Þorsteins þáttr bæjarmagns)

Hrólfs saga kraka
Völsungasaga
Ragnars saga loðbrókar
Norna Gests þáttur
Ragnarssona þáttur
Sögubrot af fornkonungum
Sörla þáttur
Hervarar saga og Heiðreks (Ath. bara nefnd Heiðreks saga)
Frá Fornljóti og hans ættmönnum
Hálfssaga
Friðþjófs saga frækna
Af Upplendingakonungum
Ketils saga hængs
Gríms saga loðinkinna
Ö rvar-Odds saga
Á ns saga bogsveigs
Hrómundar saga Gripssonar
Þ orsteins saga Víkingssonar
Á smundar saga kappabana
Gautreks saga
Hrólfs saga Gautrekssonar

Herrauðs saga og Bósa (Bósa saga)
Göngu-Hrólfs saga
Egilssaga og Ásmundar
Sörla saga sterka
Hjálmþérs saga
Hálfdánarsaga Eysteinssonar
Hálfdánarsaga Brönufóstra
Sturlaugssaga starfsama
Illuga saga Gríðarfóstra
Eiríks saga víðförla


13. Riddarasögur fjalla um svipuð yrkisefni en gerast á fjarlægari slóðum í Evrópu og lýsa ástum meðal hefðarfólks og hirðlífi. Með þeim barst ákveðinn orðaforði til landsins, orð eins og kurteisi, hæverska og fleiri. Fyrst voru slíkar sögur þýddar en síðan hófu Íslendingar að rita eigin riddarasögur sem voru þá meira í ætt við fornaldarsögur.
Mynd af riddara úr Íslensku teiknibókinni AM 673 a III 4to frá 15. öld.
Myndir af riddurum http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm

13. Riddarasögur fjalla um svipuð yrkisefni en gerast á fjarlægari slóðum í Evrópu og lýsa ástum meðal hefðarfólks og hirðlífi. Með þeim barst ákveðinn orðaforði til landsins, orð eins og kurteisi, hæverska og fleiri. Fyrst voru slíkar sögur þýddar en síðan hófu Íslendingar að rita eigin riddarasögur sem voru þá meira í ætt við fornaldarsögur.
Mynd af riddara úr Íslensku teiknibókinni AM 673 a III 4to frá 15. öld.
Myndir af riddurum http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm

Þýddar riddarasögur
Riddarasögur voru þýddar úr latínu, frönsku og þýsku og eru 19 sögur varðveittar á íslensku, sumar í fleiri en einu handriti frá mismunandi tímum. Oftast var þýtt úr kvæðum á frummálinu. Í einhverjum tilfellum hafa þýðingarnar varðveitt sögur sem hafa glatast allar eða að hluta til á frummálinu. Dæmi um þetta er ástarsaga Tristram og Ísandar sem aðeins hefur varðveist í brotum í frönsku ljóði Tómas frá Bretaníu (Thomas de Bretagne). Á sama hátt hafa ævintýri kappa við hirð Þiðreks af Bern höfðingja Austur-gota á 5. öld aðeins varðveist í íslenskri Þiðrekssögu en þýsk miðaldakvæði sem líklega var þýtt úr eru týnd og tröllum gefin.

Karlamagnússaga er þýdd úr frönsku og segir frá köppum í ríki Karlamagnúsar, konungi Franka og keisari Vesturlanda frá 800-814. Sagan skiptist, eins og Þiðriks saga, í marga þætti og hver og einn samsvarar líklega einu eða fl. kvæði á frummálinu. Í Karlamagnússögu er steypt saman ýmis konar heimildum sem Íslendingur eða Norðmaður hefur valið saman til að þýða. Sagan virðist varðveitt í ótrúlegum fjölda handrita.

Fjöldi handrita vitnar um miklar vinsældir greinanna og að þær hafi notið meiri vinsælda en aðrar fornsagnagreinar. E.t.v. þess vegna sem þær eru varðveittar í svo ungum handritum, vinsældir valda sliti og loks eyðingu.

Bæta við á síðuna
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/skrifarar/skrif/skrifnofn.htm
má tengja:
fræðum
í slendingum sem söfnuðu uppáhaldsefni sínu á eina bók
elstu varðveittu fornaldarsögunni
hvaða aðferðum er beitt til að finna skrifara
Hauksbók er
Haukur Erlendsson skrifaði safnritið Hauksbók í kringum árið 1304 og er rithönd hans elsta rithönd nafngreinds Íslendings. Tengja við myndina af AM 371 4to í nærmynd. Hún er í tveimur bréfum og á tveimur (af þremur) handritum Hauksbókar, AM 371 4to og AM 544 4to (nema 3 fremstu kverin). Þriðja handritið er AM 675 4to en það hefur aðra rithönd, líkast til yngra. Haukur var lögmaður og kom því að gerð margra fornbréfa. Hann fluttist til Noregs í kringum 1300 og má finna nafn hans á mörgum norskum bréfum og tvö þeirra hefur hann skrifað sjálfur.
Stefán Karlsson. „Aldur Hauksbókar“ Fróðskaparrit 13 (1964), 114-121.


14. Rímur eru löng frásagnarkvæði sem ortar voru á bækur en síðan kveðnar með sérstöku lagi. Þær sóttu alltaf efni sitt til vinsælla sagna sem hafa sumar síðan glatast. Rímur urðu geysilega vinsælt efni og á seinni hluta 15. aldar færðist í vöxt að menn semdu sögur upp úr rímunum. Í slíkum tilfellum er hugsanlegt að til sé gömul saga, rímur ortar uppúr henni og svo yngri saga samin eftir rímunum. Rímnakveðskapur er vinsæll meðal þjóðarinnar fram á þessa öld og spannar því 500 ára tímabil. Rímur eru oft ortar út af fornaldar- og riddarasögum með ævintýralegum blæ. (AM 604 4to og fleiri bækur eftir sama skrifara)

15. Tónlist var einnig skráð í handritum t.d. tíðasöngur sem notaður var við messur, þ.e. söngur og nótur. Þorlákstíðir AM 241 a II fol eru til í handriti frá 14. öld.

16. Fornbréf
Með gildistöku Jónsbókar árið 1281 var sett í lög að eignaskráning og -skipti, sem og máldagar hjóna skyldu rituð og geymd í bréfum og vottuð með innsiglum. Um 1600 varð algengara að bréf væru vottuð með undirskriftum. Þúsundir slíkra fornbréfa eru til vegna þess að þau votta um eigendur og landamörk jarða. Bréfin voru varðveitt vel og ekki er langt síðan fornbréf var síðast notað í dómsmáli um eignarrétt.)

Úr Íslenskri bókmenntasögu I

Heimsaldrar og annálar bls. 402
Allt frá miðöldum og fram á 16. öld var saga mannkyns kynnt í biblíunni eða í sérstökum sögum sem nú á tímum eru nefndar veraldarsögur, en til forna gengu þær ýmist undir nafninu heimsaldur eða aldartala. Orðið öld var notað í forníslensku yfir ákveðið tímaskeið eða í merkingunni fólk. Saga veraldar var kristnum hugleikin en þeim þótti gamla testamentið sönnun þess að veröld þeirra væri eldri en veröld heiðinna manna, s.s. Hómers. Sköpun heimsins var upphaf allrar sögu og Móses þar með fyrsti sagnaritarinn. Fyrstu sögur veraldar voru skráðar á grísku en síðan þýddar á latínu. (Híeronymus reiknaði út að frá sköpun heimsins til fæðingar Krists væru 5199 ár)

Þýdd sagnarit og gervisagnfræði bls. 411
Latneskar námsbækur svo sem Trójumanna saga og Rómverja saga eru til í misgömlum þýðingum og endursögnum (merkir það að þau voru fyrstu lærdómsritin í þýðingum?) Í kjölfarið fylgdu þýðingar annarra
Heimskringla. Lykilbók. Ritstjórar Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Örnólfur Thorsson. „Um alfræði.” Bls. lxii-? Physiologus. Bls. 43-55

Orðið alfræði er oftast notað um efni sem á miðöldum féll undir heimspeki og vísindi. Alfræðiefni var skráð í svonefnd alfræðirit þar sem stefnan var að fjalla um allt milli himins og jarðar en efni af sama tagi mátti einnig finna í safnritum þar sem ritgerðir af ýmsu tagi voru skrifaðar niður eða í sýnisbókum sem í voru sýnishorn eða útdrættir úr lengri verkum og tíðkaðist að nota við kennslu.

Söfnun alfræði og ritun alfræðibóka var arfur frá Rómverjum en kristnir menn vildu setja fróðleikinn í kristið samhengi. Tveir brautryðjendur, báðir voru uppi á 6. öld en verk annars þeirra, Ísidórs frá Sevilla, hafði mikil áhrif á evrópskt menntalíf enda var rit hans höfuðrit allt fram á tíma skólaspekinnar á 13. og 14. öld. Tveir sporgöngumenn Ísidórs settu einnig mark sitt á íslenska menningarsögu, þeir Beda prestur (enskur d. 735) og Honoríus Augustodunensis, sem uppi var á fyrri hluta 12. aldar. Beda skrifaði merk rit um tímatal og rímfræði, De tempuribus, en á þeim tíma var nauðsynlegt að kunna skil á þeim fróðleik til að geta reiknað út hátíðir kirkjuársins. Tímatalsfræði er að nokkru leyti undirstaða sagnfræði enda skrifaði Beda líka rit af sagnfræðilegum toga, m.a. mikið rit um kirkjusögu Englands. Minna er vitað um Honorius en hann skrifaði alfræðiritið Imago mundi eða Heims líkneskja um 1100 og studdist þá við verk Bedu. Ritið naut mikilla vinsælda og barst líklega í einhverri mynd til Íslands strax á 12. öld. Elucidarius var annað af ritum Honoriusar sem þýtt var á norrænu á 12. öld og barst hingað.

Hinar sjö frjálsu listir voru undirstöðumenntun á miðöldum og var mikið af námsefninu sótt í alfræðibækur. Alfræði var því hluti þeirrar þekkingar sem menntaðir menn bjuggu yfir, og hefur að líkindum mótað heimsmynd þeirra og viðhorf í mörgum greinum. Alfræðirit hafa ekki einvörðungu gagnast við biblíutúlkun eins og SK hefur bent á í grein um alfræði Sturlu Þórðarsonar. Eins hefur verið bent á að niðurskipan efnis í Snorra-Eddu fylgi hefð sem myndast hafði við ritun alfræðirita og sjá megi greinilegan skyldleika með Eddu og verkum Ísidórs, Bedu og Honoriusar en auk þess vitnar upphaf Ynglinga sögu um lærdóm höfundar síns. (borið saman við kafla með heimslýsingu úr Hauksbók)

Alfræðiþekking var hagnýt eins og tímatalsfræðin ber með sér en þess má geta að upphaf annála er rakið til athugasemda um merka atburði sem skrifaðar voru inn á páskatöflur. Sjófarendur þurftu að kunna skil á gangi himintungla en leiðarlýsingar og landafræði voru gagnleg þeim sem fóru um lönd. Fróðleik um steina og jurtir fylgdu oft ábendingar um lækningamátt þeirraog þvernig græða mætti sár með þeim.

Íslensk alfræðirit
Víða sér alfræðiþekkingar stað í íslenskum handritum en þau eru fá sem geyma eingöngu slíkt efni. Þrjú hin helstu þeirra eru GKS 1812 4to, AM 194 8vo og AM 764 4to en auk þess má nefna uppskriftir af Membrana Reseniana 6 sem brann í Kaupmannahöfn 1728.
Af handritunum virðist sem Íslendingar hafi flestir kynnst alfræðiefni í sýnisbókum fremur en að þeir hafi lesið erlend rit fræðimanna í heild sinni. Þá er líklegast það þeir hafi átt í fórum sínum hinar svonefndu sýnisbækur sem var algengt að nota við kennslu. Alfræðiefni finnst einnig í bland við annað efni og þar sem formleg menntun á Íslandi miðaðist við prestsskap er ekki að furða þó margs konar fróðleikur úr sýnisbókunum hafi síðan verið skráður niður í handbækur presta eftir því sem hugur hvers og eins stóð til eða þeir töldu gagn að. Alfræði Ísidórs, Etymologiae, hefur þó borist til landsins og er í bókasafni Viðeyjarklausturs 1397 en að vísu ekki heilt. Alfræðiefni hefur einnig varðveist í safnritum sem þó eru að stofni til safn annars efnis, af þeim inniheldur Hauksbók mest af alfræðiefni. Að síðustu má sjá alfræðiþekkingar stað í íslenskum sagnaritum, (má ekki nefna dæmi hér, s.s. upphaf Heimskringlu (kon), Fóstbræðra sögu (Ísl.) og jafnvel fleira?)

Um Physiologus
Physiologus, sem þýðir Náttúrufræðingurinn á íslensku, er rit sem er talið að hafi verið sett saman á grísku á 2. öld eftir Krist, við austanvert Miðjarðarhaf. Í því eru margar stuttir kaflar um dýr, jurtir og steina en í textanum eru eiginleikar þeirra lagðir út á táknrænan hátt gjarnan með tilvísunum til Biblíunnar. Physiologus náði feikna vinsældum og var t.d. þýddur á arabísku, en um alla Evrópu var bókin lesin, ýmist á latínu eða þýdd á þjóðtungur eins og á Íslandi. Af íslensku þýðingunni eru aðeins varðveitt tvö brot sem eru bæði talin frá því um 1200, þau bera safnmarkið AM 673 a I og II.

Bæði brotin eru fagurlega myndskreytt í samræmi við textann en í broti I eru auk þess myndir af furðuþjóðum sem eiga vel við textann um framandi þjóðir sem lesa má í Hauksbók. Báðir þýðendur latneska frumtextans hafa miskilið hann á stöku stað (t.d. á að vera sandur á baki sæskjaldbökunnar en ekki skógur!) en auk þess eru ekki samsvaranir í latneska textanum við fjóra síðustu kaflana í íslensku þýðingunni.

Um GKS 1812 4to
Undir safnmarkinu eru í raun fjögur handrit frá misjöfnum tímum, 36 blöð bundið saman í eina bók. Handritið hefst á yngstu hlutunum, þeir eru taldir frá 14. öld og eru um tveir þriðju hlutar bókarinnar, síðan tekur við hluti frá miðri 13. öld en aftast er elsti hlutinn, talinn vera frá því um 1200. Efnið er af ýmsum toga en mest ber á stjörnu- og rímfræði, þar á meðal er Stjörnu-Odda tal (eða tala?) sem virðist vera íslenskt en aðrir hlutar eru af erlendum uppruna s.s. úr fornum og nýrri alfræðiritum. Beda prestur setur skipulega fram kenningu um gang rekistjarnanna í riti sínu De natura rerum (ath. sama heiti og á verki Ísidórs árhundruðum fyrr). En ætla má að Íslendingar hafi einkum kynnst stjörnu- og rímfræði af verkum hans.

SKOÐA ALFRÆÐI ÍSLENSK I-III í úgáfu Kålund
Athuga að í inngangi er gerð grein fyrir handritum, sum eru á Íslandi, s.s. Margrétar sögur og Rímbeygla. Skemmtilegt að taka einhver textadæmi hér úr!

Í I. bindi er innihald AM 194 8vo en í III. bindi er samtíningur, landalýsingar Veraldar saga ? o.fl. þar á meðal er mappa mundi eða heimskortið. AM 731 4to eða Rímbeygla er fyrst í útgáfunni, það er uppskrift Björns á Skarðsá, en síðan eru kaflar úr mörgum hdr.

AM 624 4to – er á Íslandi. Um áhrif plantna á fólk,
AM 415 4to – er á Íslandi, rím og alfræði af ýmsu tagi, listar yfir biskupa, ábóta og kónga
AM 732 b 4to – X, ýmis konar efni, lat. og íslenska, trúarlegum toga?
AM 736 II 4to – X, brot af leiðarvísi Nikulásar
GKS 1812 4to – X, í Konungsbókhlöðu, sjá annars staðar lýsingu á innihaldi.
AM 685 d 4to – X, Elucidarius og textar sem notaðir voru við uppfræðslu presta.
AM 736 III 4to – X, vantar innihaldslýsingu
AM 431 12mo – (Margrétar saga) er á Íslandi
AM 731 4to – Rímbeygla, uppskrift Björns á Skarðsá, er á Íslandi
AM 435 12mo –á Íslandi, tímatal, messugjörð, um mannsins skapnað og limi, lækningar?
AM 461 12mo – er á Íslandi, líka um læknislistir? Og svo Maríubænir!
AM 350 fol. – Skarðsbók Jónsbókar, er á Íslandi

Ath. AM 343 a 12mo – X, den islanske lægebog, er í Danmörku

Tales of Knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library, Stockholm. (AM 567 Viß 4to, NKS 1265 IIc fol.) Manuscripta Nordica, Vol. 1. Edited by Christopher Sanders. C.A. Reitzel, Copenhagen, 2000.

Handritið, S7, er 68 blöð, skrifað á norðanverðu Íslandi, líklega á árunum1450-75. (the third quarter of the fifteenth century) Í bókinni eru 11 riddarasögur en rannsókn á skrift og stafsetningu handritsins gefur einnig vísbendingar um bókmenntasmekk og bókagerð /uppskriftastart á ritunartímanum þar sem það er af sama skrifaraskóla eða tengist öðrum handritum sem innihalda annars konar sögur og verk, s.s. konungasögur, Konungsskuggsjá, fornaldarsögur, lagatexta og Íslendinga sögur, en það er merkilegt í ljósi aldurs þess. (minnkandi áhugi á þeim – eða hvað?) Handritið hefur orðið fyrir hnjaski og talið er að tvö kver hafi orðið viðskila við aðra bókarhluta, nú undir safnmörkunum AM 567 Viß 4to og NKS 1265 IIc fol.

Sögurnar í S7 má flokka í hina tvo viðteknu flokka, þýddar sögur og frumsamdar. Þrjár sögur eru þýddar, ein í Noregi en hinar annað hvor þar eða á Íslandi, þ.e. Elíss saga og Rósamundar (Elie de Saint Gille), Bevers saga og Partalopa saga, eða Boeve de Haumtone og Partonopeus de Blois á frummálinu. Frumsömdu sögurnar eru þá átta talsins en röð sagna í handritinu er eftirfarandi;
Rémundar saga keisarasonar – Elis saga ok Rosamundu – Sigurðar saga turnara – Bevers saga – Konráðs saga keisarasonar – Ectors saga – Gibbons saga – Viktors saga og Blávus – Sigurðar saga fóts – Partalopa saga – Adonias saga

Á handritinu eru fjórar hendur sem allar tengjast öðrum handritum eða fornbréfum. Tvær eru agaðar, fallegar rithendur sem nota nokkuð hefðbundnar ritvenjur en hinar tvær eru ekki eins þjálfaðar og opnari fyrir þeim nýjum ritháttum sem eru að ryðja sér til rúms á ritunartímanum. S7 er eitt af þeim handritum sem Jón Eggertsson safnaði á Íslandi fyrir Svía (Anitkvitetskollegium) á árunum 1682-83. Þar eð honum hafði mistekist að komast yfir Flateyjarbók auk þess sem hann tapaði Heimskringluhandriti í fording accident? og því ferðaðist hann af norðanverðu landinu og vestur um ti Suðurlands og safnaði um 40 handritum sem hann flutti með sér til Svíþjóðar. Því miður hélt hann ekkert bókhald yfir hvaðan hann fékk hvert handrit.

Bókin var greinilega gerð í þeim tilgangi að hún væri lesin, ekki aðeins dáðst að henni! Bókfellið er ekki af bestu gerð, skrifað hefur verið í kringum rifur og göt, sem hafa í sumum tilfellum stækkað með tímanum. Yfirborð blaðanna er mismunandi, sums staðar er það þykkt og hart og á einum stað virðist eitthvað hafa hellst ofan í bókina. Göt fyrir línumerkingum sjást allvíða, stundum eins og kastalaútlit á blaðjöðrum (þetta er hægt að sýna með mynd!!) Skrifarar hafa skilið eftir eyður fyrir upphafsstafi við kaflaskipti en sjaldgæft er að þær eyður hafi verið fylltar jafnóðum, örfáa litaða stafi er þó að finna í bókinni. Svo virðist sem a.m.k. eitt kver sé glatað úr bókinni en á því hefur verið sagan af Nikulási leikara sem er nr. 11 á lista yfir innihald bókarinnar sem skrifað hefur verið á spássíu. Mögulega gætu sögurnar hafa verið fleiri, jafnvel 14 alls.

Konungasögur

Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld) sem fjalla um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar.

Myndin er af formála Flateyjarbókar en hún er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.

2.3M2 Biskupasögur (Þorlákssaga helga AM 382 4to)

2.3mt2 Biskupasögur segja frá ævi og kraftaverkum íslenskra biskupa. Þorlákur helgi Þórhallsson var fyrsti íslenski dýrlingurinn og sá vinsælasti en Þorláksmessa er kennd við hann. Elsta varðveitta brot úr sögu heilags Þorláks er frá 13. öld en hún er elsta biskupasagan.

Samtímasögur greina frá viðburðum sem gerast á
12. og 13. öld og eru skráðir af samtímamönnum. Nokkrar sagnanna eru varðeittar sem stakar sögur en flestar þeirra eru einungis varðveittar í Sturlungu.

Myndin er úr öðru aðalhandriti Sturlungu sem kallast Króksfjarðarbók.

Íslendingasögur voru feikivinsælt lesefni. Sumar sögurnar voru þó vinsælli en aðrar ef marka má fjölda þeirra handrita sem varðveist hafa. Nokkrar sögur eru einungis til í örfáum handritum (t.d. Heiðarvígasaga) á meðan aðrar eru til í tugum handrita skrifuðum á ýmsum tímum (t.d. Njálssaga). Elsta varðveitt brot Íslendingasagna er úr Egilssögu frá seinni hluta 13. aldar.
Myndin er af bók sem kallast Gráskinna. Bókin er frá 14. öld og er eitt fjölmargra Njáluhandrita.

2.3M5 Kveðskapur (Konungsbók eddukvæða Gks 2365 4to)

2.3mt5 Kveðskapur hefur verið festur á bókfell og um miðja 13. öld hefur verið búið að safna eddukvæðunum saman á eina bók. Dróttkvæði eru hirðkvæði sem ort voru af Íslendingum fyrir norræna konunga en þau eru ekki til öll saman í einu handriti eins og Eddukvæðin heldur hafa þau varðveist sem hluti konunga- og Íslendingasagna.

2.3M6 Skáldskaparfræði (Konungsbók Snorra-Eddu AM 2367 4to)

2.3mt6 Edda Snorra Sturlusonar er kennslubók í skáldskaparfræðum og er orðin til svo menn geti skilið gamla skáldamálið í eddukvæðum og dróttkvæðum og ort undir réttum háttum. Til þess að skýra skáldamálið segir hann frá fornum norrænum átrúnaði og goðum.

Prentvæn útgáfa

Fjölbreytt sagnalist

Sex greinar Fjölbreytileiki íslenskrar sagnaritunar
Elstu varðveittu handritin með íslenskum texta eru talin vera frá síðari hluta 12. aldar. Það eru einkum kristilegir textar, en auk þess eru til handrit með lögum og fræði frá þessum tíma. Snemma var farið að skrifa um stjörnufræði sem fjalla um sólargang, tunglkomur, mánuði og misseraskipti en fræði af þessu tagi má finna í handriti frá 1187.
Myndir úr fræðahandritum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/fraedibaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm Mjölsigti úr blöðum grísks náttúrufræðirits

Þegar ritmenningin hafði fest sig í sessi hófst ritun konungasagna, biskupasagna, samtímasagna og Íslendingasagna eins og sést á vitnisburði varðveittra handrita. Elstu textar eru eins og fyrr segir guðsorð, lög og fræðibækur en síðar, eða upp úr 1200 bætast sagnahandrit við.

Í fyrstu var sagnaritun sagnfræði síns tíma. Algengt var að menn leituðu í þær heimildir sem fyrir voru eftir efnivið í nýjar sagnir; arfsagnir, ættartölur, annála, og aðrar bækur sem til voru og bættu síðan nokkuð við frá eigin brjósti. Þessi vinnubrögð þóttu góð og gild sagnfræði. Sagnfræðisjónarmiðið vék fyrir skemmtigildi sagnanna er tímar liðu og þannig þróuðust bókmenntir sem Íslendinga sögurnar bera glöggt vitni um.

Gott er að hafa í huga að söguskoðun miðaldamanna var önnur en í dag. Það voru ekki sömu mörk milli sagnfræði og bókmennta og nú eru notuð. Söguskoðun Íslendingasagna er sú að landnámsmenn hafi komið hingað vegna þess að þeir þoldu ekki yfirráð Haraldar hárfagra. Þess verður ekki vart í ritum Arngríms lærða sem eru yngri en skýtur upp kollinum aftur í sjálfstæðisbaráttunni. Hver ætli sé ríkjandi söguskoðun nú á tímum?
Hvers vegna voru þessar sögur skrifaðar?

Kristilegar bækur voru að sjálfsögðu í eigu kirkna og biskupssetra en lögbækur, sagna- og kvæðabækur oftar í eigu lögmanna og stórbænda. Menningarstraumar erlendis frá gátu hvorttveggja náð til trúaráhrifa sem og nýrra bókmenntaáhrifa s.s. þegar riddarasögur bárust hingað frá hirðum Noregskonunga eftir að Íslendingar gengu konungi á hönd. Áhugamál manna voru mjög misjöfn og þess vegna er efni handrita einnig mjög mismunandi. Á 14. öld voru Íslendingar farnir að setja æði margt á bækur. Fyrir utan það sem nefnt hefur verið til þessa er þetta helst:

Listi yfir helstu tegundir sagnaritunar á miðöldum

sagan\upphafritunar\fjorar_greinar.htm
1. Guðsorð: Útskýringar á biblíutextum og þýddar sögur af heilögum mönnum voru skrifaðar á íslensku og lesnar upp til að efla kristni meðal fólks því margir voru ólæsir. Þess vegna voru sögur líka sagðar með myndum sem skýrðu efni biblíunnar eins og mynd af sköpunarsögunni úr Íslensku teiknibókinni frá 15. öld. Myndir úr Teiknibókinni: http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/truarrit.htm


2. Lög: Íslendingar stofnuðu Alþingi árið 930 og settu sér lög. Elstu lögin, þjóðveldislögin hafa verið nefnd Grágás. Fyrst voru lög geymd í minni en fljótlega fóru menn að skrá þau á skinn. Í Grágás er stuðlasetning algeng sem bendir til munnlegrar varðveislu. Íslenskt þjóðskipulag var framan af miðöldum ólíkt því sem gerðist í Evrópu.

Hér voru ekki kóngar og hirðmenn sem réðu ríkjum heldur voru háð sameiginleg þing manna sem lutu sömu lögum. Þess vegna vildu eða þurftu menn að eiga lögbækur til að þekkja rétt sinn. Mikilvægi laga sést á því að lögbækur eru oft veglegar bækur, vandað var til skinns í þær og oft hafðar skreytingar í þeim. Margar lögbækur hafa varðveist, eflaust vegna þess hve algengar eignir þær voru og af því að vel var passað upp á þær. Sömu lög giltu oft lengi, jafnvel öldum saman eins og Jónsbók, sem sett var í lög 1281 og enn finnast ákvæði úr í lögum. Jónsbók hefur varðveist í fleiri uppskriftum en nokkuð annað rit frá miðöldum, í yfir 200 handritum. Til samanburðar má nefna að Eddukvæðin eru flest einungis til í einu handriti sem kallað er Konungsbók
Myndir úr lögbókum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/logbaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/spassiumyndir/heynesbok.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/vardv_gildi.htm

3. Fræði: Íslendingar skráðu snemma sagnfræði, málfræði, stjörnufræði, tímatalsfræði og dýrafræði. Alfræðibókin Physiologus var samin í Alexandríu á fyrstu öldum eftir Krist. Hún fjallar einkum um furðulega eiginleika ýmissa dýra, raunverulegra eða úr heimi þjóðsagna. Ritið var mjög snemma þýtt á íslensku og er til í handritsbrotum frá því um 1200.
Myndir úr fræðahandritum á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/myndlist/fraedibaekur.htm
http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm Mjölsigti úr blöðum grísks náttúrufræðirits

4. Ættvísi: Ættartölur eru raktar í Landnámu en koma fyrir í mörgum Íslendinga sögum. Það bendir til þess að töluverður fróðleikur hafi verið til í landinu um ættir manna frá því fyrir landnám þó hann hafi ekki varðveist í sérstökum ættarskrám.
ath. \sagan\upphafritunar\fjorar_greinar.htm
Myndin er af elstu varðveittu Landnámu í Hauksbók AM 371 4to frá fyrri hluta 14. aldar.

5. Annálar: Annálaritun hefst á 12. og 13. öld en ritun þeirra og sagnaritun fylgjast gjarnan að. Elsta saga sem varðveist hefur og geymir frásagnarbókmenntir er einmitt Veraldar saga frá 12. öld sem rekur sögu heimsins á annálskenndan hátt.

6. Konungasögur
Í slendingar voru frægir í útlöndum á miðöldum fyrir frásagnarlist og sagnaauð. Þess vegna voru íslenskir menn fengnir til að rita sögur norrænna konunga. Strax á 12. öld voru nafngreindir munkar fengnir til að rita sögur Noregskonunga. Ritun konungasagna tengist sagnfræði, ritun uppruna- eða þjóðarsagna. Ættir konunga sem raktar voru til Nóa eða Adams gáfu tilfinningu fyrir uppruna eða upphafi þjóðar og konungdæmis. Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld – hvers vegna skrifuðu ísl kon. sögur? göfugur uppruni röksemd fyrir veraldlegum völdum) um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar. Flateyjarbók er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm Lýsingar: upphafsstafir og myndstafir

Nafnþekktir menn sem skrifuðu konungasögur: upphafsmenn: Ari fróði (norræna) og/eða Sæmundur Sigfússon (latína)
Æ visögur: Sverrissaga, Böglungasögur, Hákonarsaga Hákonasonar, Magnúss saga lagabætis
Samsteypur: Fagurskinna, Heimskringla og Morkinskinna– stjálfstæður ritstjóri

Norðmenn hófu að skrifa þjóðarsögu sína á seinni hluta 12. aldar, tvö handrit á latínu varðveitt og tvö á íslensku:
Historia de antiquitate regum Norwagiensium
Historia Norwegiae
Á grip, ágripskennt á köflum, elsta norska yfirlitsritið
Fagurskinna eða Noregskonungatal, líklega skrifuð í kringum 1220 en aðeins til í íslenskum eftirritum frá 17. og 18. öld
Nokkrir kaflar sameiginlegir í Fagurskinnu og Heimskringlu en eriftt að segja til um hvers eðlis sambandið er, höf FSK hefur ekki notað Hkr, Snorri hefur hugsanlega stuðst við FSK eða báðir höfundar notað sömu heimild, vantar í FSK
Morkinskinna – Þormóður Torfason kallaði bókina þessu nafni, skrifuð á 3. eða 4. fjórðungi 13. aldar eftir stofnriti sem samið var í upphafi aldarinnar
-ath margar konungasagnabækur rekja svipaða atburði og sögu sömu konunga-
Snorri Sturluson nefndur í mörgum fornum sagnaritum og honum eignuð Snorra-edda (varðveitt í 8 handritum og handritabrotum frá miðöldum og hvergi heil) strax í handriti frá 1. fjórðungi 14. aldar, Uppsalabók:

Bók þessi heitir Edda; hana hefir saman setta Snorri Sturluson eftir þeim hætti sem hér er skipað. Er fyrst frá ásum og Ymi, þar næst Skáldskaparmál og heiti margra hluta, síðast Háttatal, er Snorri hefir ort um Hákon konung og Skúla hertoga.


6. Konungasögur
Í slendingar voru frægir í útlöndum á miðöldum fyrir frásagnarlist og sagnaauð. Þess vegna voru íslenskir menn fengnir til að rita sögur norrænna konunga. Strax á 12. öld voru nafngreindir munkar fengnir til að rita sögur Noregskonunga. Ritun konungasagna tengist sagnfræði, ritun uppruna- eða þjóðarsagna. Ættir konunga sem raktar voru til Nóa eða Adams gáfu tilfinningu fyrir uppruna eða upphafi þjóðar og konungdæmis.

Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld – hvers vegna skrifuðu ísl kon. sögur? göfugur uppruni röksemd fyrir veraldlegum völdum – Oddaverjar og Haukdælir töldu sig af konungum komnir, Ari og Sæmi Oddaverjar, fyrstir til að skrá sögur af Noregskon.) um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar. Flateyjarbók er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/bokaskreyt/bokaskreytingar.htm Lýsingar: upphafsstafir og myndstafir

Atvinnuskrifarar rituðu og endursömdu konungasögur sem síðan voru fluttar út til Noregs og seldar þar eða færðar konungum að gjöf eins og til stóð með Flateyjarbók. Nokkur konungasagnahandrit sem skrifuð voru á Íslandi af íslenskum skrifurum hafa nefninlega varðveist í Noregi.

Nafnþekktir menn sem skrifuðu konungasögur: upphafsmenn: Ari fróði (norræna) og/eða Sæmundur Sigfússon (latína)
Æ visögur: Sverrissaga (Karl Jónsson fyrir 1200), Böglungasögur (fyrir 1264/5), Hákonarsaga Hákonasonar (Sturla Þórðarson 1264-5), Magnúss saga lagabætis (Sturla Þórðarson -1280, aðeins 2 blöð varðveitt en Arngrímur lærði hefur þekkt hana á sínum tíma!)
Samsteypur/þjóðarsögur (ævisögur konunga hvers á fætur öðrum í ítarlegri ritum): Fagurskinna (-1225, stuðst við Ágrip og Morkinskinnu hina eldri), Heimskringla (-1230) og Morkinskinna (upp–1220) stjálfstæður ritstjóri

Norðmenn hófu að skrifa þjóðarsögu sína á seinni hluta 12. aldar, tvö handrit á latínu varðveitt og tvö á íslensku:
Historia de antiquitate regum Norwagiensium (1150-1200)
Historia Norwegiae (Þeódríkus munkur -1180)
Á grip, ágripskennt á köflum, elsta norska yfirlitsritið (1190-1200)
Fagurskinna eða Noregskonungatal, líklega skrifuð í kringum 1220 en aðeins til í íslenskum eftirritum frá 17. og 18. öld

Nokkrir kaflar sameiginlegir í Fagurskinnu og Heimskringlu en eriftt að segja til um hvers eðlis sambandið er, höf FSK hefur ekki notað Hkr, Snorri hefur hugsanlega stuðst við FSK eða báðir höfundar notað sömu heimild, vantar í FSK
Morkinskinna – Þormóður Torfason kallaði bókina þessu nafni, skrifuð á 3. eða 4. fjórðungi 13. aldar eftir stofnriti sem samið var í upphafi aldarinnar

-ath margar konungasagnabækur rekja svipaða atburði og sögu sömu konunga- t.d. norsku latínuritin, Ágrip, Morkinskinna (að hluta), Fagurskinna og Heimskringla.
Tafla bls. 26-27 í Lykilbók Hskr – Svart á hvítu
Á Netútgáfunni má meðal annarra fornrita finna Heimskringlu. Þar má fá hugmynd um fjölda konunga sem fjallað er um í bókinni: http://www.snerpa.is/net/snorri/heimskri.htm
Hvað heita handrit Heimskringlu? Jöfraskinna t.d.

Elstu ævisögur auk Sverris sögu eru:
Ó lafs saga Tryggvasonar (Oddur Snorrason – 1190 á latínu), (þýðing 1190-1200), (e. Gunnlaug Leifsson -1200)

Ólafs saga helga (hin elsta -1200?), (helgisagan 1210-50?), (lífssaga, Styrmir Kárason 1210-25?)

Orkneyingarsaga – um jarla

Snorri Sturluson nefndur í mörgum fornum sagnaritum (ekki sem höfundur sagna) og honum eignuð Snorra-edda (varðveitt í 8 handritum og handritabrotum frá miðöldum og hvergi heil) strax í handriti frá 1. fjórðungi 14. aldar, í titli Uppsala-Eddu (tengja við nafnleysi höfunda og hvernig upplýsingarnar liggja örsjaldan á lausu eins og hér og hvað leggja þurfi á sig, með rannsóknum, til að nálgast þær í öðrum tilfellum, t.d. Egilssögu, tengja líka við fornmenntastarfið og nafn bókarinnar):

Bók þessi heitir Edda; hana hefir saman setta Snorri Sturluson eftir þeim hætti sem hér er skipað. Er fyrst frá ásum og Ymi, þar næst Skáldskaparmál og heiti margra hluta, síðast Háttatal, er Snorri hefir ort um Hákon konung og Skúla hertoga.

Snorra er fyrst getið sem höfundur Heimskringlu og Ólafssögu helga hinnar sérstöku á 16. öld í norskri þýðingu Laurents Hanssön. Í Íslendinga sögu segir Sturla Þórðarson frá því að Snorri frændi hans hafi stundað ritstörf:

Þetta sumar var kyrrt og friður góður á Íslandi, lítil þingreið. Snorri reið eigi til þings, en lét Styrmi prest hinn fróða ríða til þings með lögsögn. Nú tók að batna með þeim Snorra og Sturlu og var Sturla löngum þá í Reykjaholti og lagði mikinn hug á að láta rita sögubækur eftir bókum þeim er Snorri setti saman (Sturlunga s. 328-329)

Færsla um andlát Snorra 1241 í Oddaverjaannáli frá um 1590:

Andlát Snorra Sturlusonar í Reykholti. Hann var maður vitur og margfróður, höfðingi mikill og slægvitur. Hann kom fyrstur manna eignum undir kóng hér á landi sem var Bessastaðir og Eyvindarstaðir. Hann samsetti Eddu og margar aðrar fræðibækur, íslenskar sögur. Hann var veginn í Reykholti af mönnum Gissurar jarls. (Islandske Annaler 1888, 481)

Forsögulegir konungar (Ynglingar)
Hálfdán svarti
Haraldur hárfagri
Eiríkur blóðöx
Hákon Aðalsteinsfóstri
Haraldur gráfeldur
Hákon jarl Sigurðsson
Ó lafur Tryggvason
Eiríkur og Sveinn Hákonarsynir
Ó lafur helgi Haraldsson
Sveinn Alfífuson
Magnús góði Ólafsson
Haraldur harðráði Sigurðsson
Ó lafur kyrri
Magnús berfættur
Magnússynir (Sigurður, Ólafur og Eysteinn)
Magnús blindi Sigurðarson, Haraldur gilli
Ingi, Sigurður og Eysteinn Haraldssynir
Hákon herðibreiður Sigurðarson
Magnús Erlingsson
Sverrir Sigurðsson
Birkibeinar og baglar
Hákon gamli Hákonarson
Magnús lagabætir Hákonarson

Ath. hvenær voru allar konungasögur komnar úr landi? Eru enn allar utan Íslands nema Flateyjarbók. Búið var að skrifa þær flestar fyrir eða um 1300 – með ritun Magnúsar sögu lagabætis lýkur þeim. Nýjar sögur eru ekki skrifaðar, útflutningsmarkaður lokast. Þó Ólafssaga Tryggvasonar hin mesta á fyrsta hluta 14. aldar og samsteypuna í handritunum Huldu (14. öld) og Hrokkinskinnu (1400) , byggir á efni úr Heimskringlu og Morkinskinnu. Mikill hluti konungasagnahandrita sem skrifuð voru á Íslandi á miðöldum var sendur til Noregs. Handritin voru flest skrifuð upp á 120 ára tímabili, frá 1260, þegar Íslendingar gengu Noregskonungi á hönd og til 1380 þegar Norðmenn komust undir danska konungsstjórn. Mörg frægustu Heimskringluhandritin voru enn í Noregi í upphafi 16. aldar (þegar Norðmenn voru enn undir Dönum??)

Mögulegt að skoða handritasögu Heimskringlu, rakin í útg. Svarts á hvítu.

Endurnýjaður áhugi á Norðurlöndunum á konungasögum í upphafi 16. aldar með fornmenntastefnunni.

Flateyjarbók er sennilega síðasta safnritið fyrir norska stórhöfðingja, líklega ætluð Ólafi konungi Hákonarsyni sem fékk hana þó aldrei.

Hvenær misstu Íslendingar áhugann á þeim, höfðu þeir e-t áhuga, lásu þeir sögurnar – hvernig gildi höfðu þær? Í hvernig líta varðveitt handrit konungasagna út? Yfirleitt ekki myndskreytt nema Flateyjarbók, oftast í foliobroti, hvað með ævisögur einstakra konunga?

7. Biskupasögur
Kaþólskum sið fylgdi mikill átrúnaður á heilaga menn eða dýrlinga. Á messudögum þeirra tvisvar á ári voru sögur þeirra lesnar og sagt frá kraftaverkum þeirra. Þessar sögur voru sagnfræðilegar ævisögur þar sem áhersla var lögð á helgi dýrlingsins. Menn hétu á dýrlinga sér til hjálpar og gáfu kirkjum þeirra áheitin. Því var mikilvægt fyrir Íslendinga að eignast íslenskan dýrling sem stæði nær alþýðunni og til að njóta góðs af áheitum. Erlendar sögur heilagra manna og postulasögur hafa verið fyrirmynd þessara íslensku sagna sem allar fjalla um biskupa. Biskupasögurnar segja frá ævi og kraftaverkum íslenskra biskupa. Þorlákur helgi Þórhallsson var fyrsti íslenski dýrlingurinn og sá vinsælasti en Þorláksmessa er kennd við hann. Elsta varðveitta brot úr sögu heilags Þorláks er frá 13. öld en hún er elsta biskupasagan. (Þorlákssaga helga AM 382 4to)

8. Samtímasögur greina frá viðburðum sem gerast á 12. og 13. öld og eru skráðir af samtímamönnum. Nokkrar sagnanna eru varðeittar sem stakar sögur en flestar þeirra eru einungis varðveittar í Sturlungu. Sumir hafa haldið því fram að Sturlunga hafi verið skrifuð á tímamótum á Íslandi þegar þjóðveldið var að líða undir lok. Þá hafði geisað mikið ófriðartímabil sem mönnum þótti ástæða til að skrá frásagnir um á bækur. Skrásetjarar voru oftast menn sem sjálfir höfðu verið vitni að atburðunum og þess vegna eru sögurnar e.k. samtímasagnfræði.
Sturlunga er varðveitt í tveimur handritum, Króksfjarðarbók og Reykjafjarðabók. Stór hluti Reykjafjarðabókar hefur týnst en þau fáu blöð sem varðveist hafa voru notuð í snið. Sturlunga á Handritavefnum:
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/vardveisla_gildi/endurnyting.htm

9. Íslendingasögur voru feikivinsælt lesefni. Sumar sögurnar voru þó vinsælli en aðrar ef marka má fjölda þeirra handrita sem varðveist hafa. Nokkrar sögur eru einungis til í örfáum handritum (t.d. Heiðarvíga saga) á meðan aðrar eru til í tugum handrita skrifuðum á ýmsum tímum (t.d. Njáls saga). Elsta varðveitt brot Íslendingasagna er úr Egilssögu frá seinni hluta 13. aldar. Íslendinga sögur fjalla um íslenska bændur og höfðingja og deilur þeirra, frá landnámi fram á 12. öld. Markmið þeirra var að segja sögu í stað þess að rekja sagnfræði eins og algengara er í öðrum sögum. Ef til vill er hægt að greina þennan mun helst á því að höfundar Íslendingasagna merkja sér aldrei sögurnar en höfundar a.m.k. nokkurra konungasagna, biskupasagna og samtímasagna eru nafngreindir.
Eitt fjölmargra Njáluhandrita kallast Gráskinna og er frá 14. öld.
Bókin bundin inn http://am.hi.is/handritinheima/handritid/handverkid/bokbandid/bokband_safnmork.htm
Skinn skorið og brotið http://am.hi.is/handritinheima/handritid/handverkid/undirbun/bokin_undirbuin.htm
miðmynd: AM 152 fol með Grettis sögu ofl. Íslendingasögum.

10. Kveðskapur (Konungsbók eddukvæða Gks 2365 4to)
Kveðskapur hefur verið festur á bókfell og um miðja 13. öld hefur verið búið að safna eddukvæðunum saman á eina bók. Dróttkvæði eru hirðkvæði sem ort voru af Íslendingum fyrir norræna konunga en þau eru ekki til öll saman í einu handriti eins og Eddukvæðin heldur hafa þau varðveist sem hluti konunga- og Íslendingasagna.

11. Skáldskaparfræði (Konungsbók Snorra-Eddu AM 2367 4to)
Edda Snorra Sturlusonar er kennslubók í skáldskaparfræðum og er orðin til svo menn geti skilið gamla skáldamálið í eddukvæðum og dróttkvæðum og ort undir réttum háttum. Til þess að skýra skáldamálið segir hann frá fornum norrænum átrúnaði og goðum.
Um goðafræði og myndir http://am.hi.is/handritinheima/myndasafnid/godafraedi/godafraedi.htm

12. Fornaldarsögur af norrænum köppum voru vinsælt lesefni. Þær fjalla um hetjur í leit að frægð og frama, stundum að brúði eða konungsríki og enda alltaf vel. Fornaldarsögur eru oft með ævintýrablæ, í þeim koma fyrir tröll og forynjur og hálfmennskar verur.

12. Fornaldarsögur af norrænum köppum voru vinsælt lesefni. Þær fjalla um hetjur í leit að frægð og frama, stundum að brúði eða konungsríki og enda alltaf vel. Fornaldarsögur eru oft með ævintýrablæ, í þeim koma fyrir tröll og forynjur og hálfmennskar verur.
Í kringum 25 sögur. Elstu handrit fremur ung, Hauksbók frá byrjun 14. aldar elst og handrit af Örvar-Odds sögu frá svipuðum tíma eða litlu seinna. Flest handrit frá byrjun 15. aldar, þýðir þó ekki endilega að sögurnar séu mjög gamlar, sögusvið langt aftur í aldir. Völsungasaga, einhverjar sömu persónur og í hetjukvæðum – sögulegar. Tengsl milli fornrar kveðskaparhefðar germanskra þjóða og hluta fornaldarsagnanna. Sameiginlegt efni í Völsungasögu og fornenska kvæðinu Bjólfskviðu annars vegar og Ásmundasögu og hinu þýska Hildibrandskvæði hins vegar.

Hluti munnlegrar sagnarhefðar? fyrir ritöld. Flestar of langar miðað við það sem þekkist í samfélögum nútímans þar sem enn lifir munnleg frásögn án áhrifa ritmenningar.

Fornaldasögur er að finna á netútgáfunni:
http://www.snerpa.is/net/forn/forn.htm

Borið saman við lista í Heroic Sagas and Ballads eftir Stephen A. Mitchell, undirstrikaðar sögur eru einnig á hans lista, sögur innan sviga eru viðbót frá honum við það sem hér er nefnt:
(Helga þáttr Þórissonar)
(Tóka þáttr Tókasonar)
(Yngvar saga víðförla
(Þorsteins þáttr bæjarmagns)

Hrólfs saga kraka
Völsungasaga
Ragnars saga loðbrókar
Norna Gests þáttur
Ragnarssona þáttur
Sögubrot af fornkonungum
Sörla þáttur
Hervarar saga og Heiðreks (Ath. bara nefnd Heiðreks saga)
Frá Fornljóti og hans ættmönnum
Hálfssaga
Friðþjófs saga frækna
Af Upplendingakonungum
Ketils saga hængs
Gríms saga loðinkinna
Ö rvar-Odds saga
Á ns saga bogsveigs
Hrómundar saga Gripssonar
Þ orsteins saga Víkingssonar
Á smundar saga kappabana
Gautreks saga
Hrólfs saga Gautrekssonar

Herrauðs saga og Bósa (Bósa saga)
Göngu-Hrólfs saga
Egilssaga og Ásmundar
Sörla saga sterka
Hjálmþérs saga
Hálfdánarsaga Eysteinssonar
Hálfdánarsaga Brönufóstra
Sturlaugssaga starfsama
Illuga saga Gríðarfóstra
Eiríks saga víðförla


13. Riddarasögur fjalla um svipuð yrkisefni en gerast á fjarlægari slóðum í Evrópu og lýsa ástum meðal hefðarfólks og hirðlífi. Með þeim barst ákveðinn orðaforði til landsins, orð eins og kurteisi, hæverska og fleiri. Fyrst voru slíkar sögur þýddar en síðan hófu Íslendingar að rita eigin riddarasögur sem voru þá meira í ætt við fornaldarsögur.
Mynd af riddara úr Íslensku teiknibókinni AM 673 a III 4to frá 15. öld.
Myndir af riddurum http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm

13. Riddarasögur fjalla um svipuð yrkisefni en gerast á fjarlægari slóðum í Evrópu og lýsa ástum meðal hefðarfólks og hirðlífi. Með þeim barst ákveðinn orðaforði til landsins, orð eins og kurteisi, hæverska og fleiri. Fyrst voru slíkar sögur þýddar en síðan hófu Íslendingar að rita eigin riddarasögur sem voru þá meira í ætt við fornaldarsögur.
Mynd af riddara úr Íslensku teiknibókinni AM 673 a III 4to frá 15. öld.
Myndir af riddurum http://am.hi.is/handritinheima/handritid/bokaskreytingar/teiknibok/teiknibokin.htm

Þýddar riddarasögur
Riddarasögur voru þýddar úr latínu, frönsku og þýsku og eru 19 sögur varðveittar á íslensku, sumar í fleiri en einu handriti frá mismunandi tímum. Oftast var þýtt úr kvæðum á frummálinu. Í einhverjum tilfellum hafa þýðingarnar varðveitt sögur sem hafa glatast allar eða að hluta til á frummálinu. Dæmi um þetta er ástarsaga Tristram og Ísandar sem aðeins hefur varðveist í brotum í frönsku ljóði Tómas frá Bretaníu (Thomas de Bretagne). Á sama hátt hafa ævintýri kappa við hirð Þiðreks af Bern höfðingja Austur-gota á 5. öld aðeins varðveist í íslenskri Þiðrekssögu en þýsk miðaldakvæði sem líklega var þýtt úr eru týnd og tröllum gefin.

Karlamagnússaga er þýdd úr frönsku og segir frá köppum í ríki Karlamagnúsar, konungi Franka og keisari Vesturlanda frá 800-814. Sagan skiptist, eins og Þiðriks saga, í marga þætti og hver og einn samsvarar líklega einu eða fl. kvæði á frummálinu. Í Karlamagnússögu er steypt saman ýmis konar heimildum sem Íslendingur eða Norðmaður hefur valið saman til að þýða. Sagan virðist varðveitt í ótrúlegum fjölda handrita.

Fjöldi handrita vitnar um miklar vinsældir greinanna og að þær hafi notið meiri vinsælda en aðrar fornsagnagreinar. E.t.v. þess vegna sem þær eru varðveittar í svo ungum handritum, vinsældir valda sliti og loks eyðingu.

Bæta við á síðuna
http://am.hi.is/handritinheima/handritid/skrifarar/skrif/skrifnofn.htm
má tengja:
fræðum
í slendingum sem söfnuðu uppáhaldsefni sínu á eina bók
elstu varðveittu fornaldarsögunni
hvaða aðferðum er beitt til að finna skrifara
Hauksbók er
Haukur Erlendsson skrifaði safnritið Hauksbók í kringum árið 1304 og er rithönd hans elsta rithönd nafngreinds Íslendings. Tengja við myndina af AM 371 4to í nærmynd. Hún er í tveimur bréfum og á tveimur (af þremur) handritum Hauksbókar, AM 371 4to og AM 544 4to (nema 3 fremstu kverin). Þriðja handritið er AM 675 4to en það hefur aðra rithönd, líkast til yngra. Haukur var lögmaður og kom því að gerð margra fornbréfa. Hann fluttist til Noregs í kringum 1300 og má finna nafn hans á mörgum norskum bréfum og tvö þeirra hefur hann skrifað sjálfur.
Stefán Karlsson. „Aldur Hauksbókar“ Fróðskaparrit 13 (1964), 114-121.


14. Rímur eru löng frásagnarkvæði sem ortar voru á bækur en síðan kveðnar með sérstöku lagi. Þær sóttu alltaf efni sitt til vinsælla sagna sem hafa sumar síðan glatast. Rímur urðu geysilega vinsælt efni og á seinni hluta 15. aldar færðist í vöxt að menn semdu sögur upp úr rímunum. Í slíkum tilfellum er hugsanlegt að til sé gömul saga, rímur ortar uppúr henni og svo yngri saga samin eftir rímunum. Rímnakveðskapur er vinsæll meðal þjóðarinnar fram á þessa öld og spannar því 500 ára tímabil. Rímur eru oft ortar út af fornaldar- og riddarasögum með ævintýralegum blæ. (AM 604 4to og fleiri bækur eftir sama skrifara)

15. Tónlist var einnig skráð í handritum t.d. tíðasöngur sem notaður var við messur, þ.e. söngur og nótur. Þorlákstíðir AM 241 a II fol eru til í handriti frá 14. öld.

16. Fornbréf
Með gildistöku Jónsbókar árið 1281 var sett í lög að eignaskráning og -skipti, sem og máldagar hjóna skyldu rituð og geymd í bréfum og vottuð með innsiglum. Um 1600 varð algengara að bréf væru vottuð með undirskriftum. Þúsundir slíkra fornbréfa eru til vegna þess að þau votta um eigendur og landamörk jarða. Bréfin voru varðveitt vel og ekki er langt síðan fornbréf var síðast notað í dómsmáli um eignarrétt.)

Úr Íslenskri bókmenntasögu I

Heimsaldrar og annálar bls. 402
Allt frá miðöldum og fram á 16. öld var saga mannkyns kynnt í biblíunni eða í sérstökum sögum sem nú á tímum eru nefndar veraldarsögur, en til forna gengu þær ýmist undir nafninu heimsaldur eða aldartala. Orðið öld var notað í forníslensku yfir ákveðið tímaskeið eða í merkingunni fólk. Saga veraldar var kristnum hugleikin en þeim þótti gamla testamentið sönnun þess að veröld þeirra væri eldri en veröld heiðinna manna, s.s. Hómers. Sköpun heimsins var upphaf allrar sögu og Móses þar með fyrsti sagnaritarinn. Fyrstu sögur veraldar voru skráðar á grísku en síðan þýddar á latínu. (Híeronymus reiknaði út að frá sköpun heimsins til fæðingar Krists væru 5199 ár)

Þýdd sagnarit og gervisagnfræði bls. 411
Latneskar námsbækur svo sem Trójumanna saga og Rómverja saga eru til í misgömlum þýðingum og endursögnum (merkir það að þau voru fyrstu lærdómsritin í þýðingum?) Í kjölfarið fylgdu þýðingar annarra
Heimskringla. Lykilbók. Ritstjórar Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Jón Torfason og Örnólfur Thorsson. „Um alfræði.” Bls. lxii-? Physiologus. Bls. 43-55

Orðið alfræði er oftast notað um efni sem á miðöldum féll undir heimspeki og vísindi. Alfræðiefni var skráð í svonefnd alfræðirit þar sem stefnan var að fjalla um allt milli himins og jarðar en efni af sama tagi mátti einnig finna í safnritum þar sem ritgerðir af ýmsu tagi voru skrifaðar niður eða í sýnisbókum sem í voru sýnishorn eða útdrættir úr lengri verkum og tíðkaðist að nota við kennslu.

Söfnun alfræði og ritun alfræðibóka var arfur frá Rómverjum en kristnir menn vildu setja fróðleikinn í kristið samhengi. Tveir brautryðjendur, báðir voru uppi á 6. öld en verk annars þeirra, Ísidórs frá Sevilla, hafði mikil áhrif á evrópskt menntalíf enda var rit hans höfuðrit allt fram á tíma skólaspekinnar á 13. og 14. öld. Tveir sporgöngumenn Ísidórs settu einnig mark sitt á íslenska menningarsögu, þeir Beda prestur (enskur d. 735) og Honoríus Augustodunensis, sem uppi var á fyrri hluta 12. aldar. Beda skrifaði merk rit um tímatal og rímfræði, De tempuribus, en á þeim tíma var nauðsynlegt að kunna skil á þeim fróðleik til að geta reiknað út hátíðir kirkjuársins. Tímatalsfræði er að nokkru leyti undirstaða sagnfræði enda skrifaði Beda líka rit af sagnfræðilegum toga, m.a. mikið rit um kirkjusögu Englands. Minna er vitað um Honorius en hann skrifaði alfræðiritið Imago mundi eða Heims líkneskja um 1100 og studdist þá við verk Bedu. Ritið naut mikilla vinsælda og barst líklega í einhverri mynd til Íslands strax á 12. öld. Elucidarius var annað af ritum Honoriusar sem þýtt var á norrænu á 12. öld og barst hingað.

Hinar sjö frjálsu listir voru undirstöðumenntun á miðöldum og var mikið af námsefninu sótt í alfræðibækur. Alfræði var því hluti þeirrar þekkingar sem menntaðir menn bjuggu yfir, og hefur að líkindum mótað heimsmynd þeirra og viðhorf í mörgum greinum. Alfræðirit hafa ekki einvörðungu gagnast við biblíutúlkun eins og SK hefur bent á í grein um alfræði Sturlu Þórðarsonar. Eins hefur verið bent á að niðurskipan efnis í Snorra-Eddu fylgi hefð sem myndast hafði við ritun alfræðirita og sjá megi greinilegan skyldleika með Eddu og verkum Ísidórs, Bedu og Honoriusar en auk þess vitnar upphaf Ynglinga sögu um lærdóm höfundar síns. (borið saman við kafla með heimslýsingu úr Hauksbók)

Alfræðiþekking var hagnýt eins og tímatalsfræðin ber með sér en þess má geta að upphaf annála er rakið til athugasemda um merka atburði sem skrifaðar voru inn á páskatöflur. Sjófarendur þurftu að kunna skil á gangi himintungla en leiðarlýsingar og landafræði voru gagnleg þeim sem fóru um lönd. Fróðleik um steina og jurtir fylgdu oft ábendingar um lækningamátt þeirraog þvernig græða mætti sár með þeim.

Íslensk alfræðirit
Víða sér alfræðiþekkingar stað í íslenskum handritum en þau eru fá sem geyma eingöngu slíkt efni. Þrjú hin helstu þeirra eru GKS 1812 4to, AM 194 8vo og AM 764 4to en auk þess má nefna uppskriftir af Membrana Reseniana 6 sem brann í Kaupmannahöfn 1728.
Af handritunum virðist sem Íslendingar hafi flestir kynnst alfræðiefni í sýnisbókum fremur en að þeir hafi lesið erlend rit fræðimanna í heild sinni. Þá er líklegast það þeir hafi átt í fórum sínum hinar svonefndu sýnisbækur sem var algengt að nota við kennslu. Alfræðiefni finnst einnig í bland við annað efni og þar sem formleg menntun á Íslandi miðaðist við prestsskap er ekki að furða þó margs konar fróðleikur úr sýnisbókunum hafi síðan verið skráður niður í handbækur presta eftir því sem hugur hvers og eins stóð til eða þeir töldu gagn að. Alfræði Ísidórs, Etymologiae, hefur þó borist til landsins og er í bókasafni Viðeyjarklausturs 1397 en að vísu ekki heilt. Alfræðiefni hefur einnig varðveist í safnritum sem þó eru að stofni til safn annars efnis, af þeim inniheldur Hauksbók mest af alfræðiefni. Að síðustu má sjá alfræðiþekkingar stað í íslenskum sagnaritum, (má ekki nefna dæmi hér, s.s. upphaf Heimskringlu (kon), Fóstbræðra sögu (Ísl.) og jafnvel fleira?)

Um Physiologus
Physiologus, sem þýðir Náttúrufræðingurinn á íslensku, er rit sem er talið að hafi verið sett saman á grísku á 2. öld eftir Krist, við austanvert Miðjarðarhaf. Í því eru margar stuttir kaflar um dýr, jurtir og steina en í textanum eru eiginleikar þeirra lagðir út á táknrænan hátt gjarnan með tilvísunum til Biblíunnar. Physiologus náði feikna vinsældum og var t.d. þýddur á arabísku, en um alla Evrópu var bókin lesin, ýmist á latínu eða þýdd á þjóðtungur eins og á Íslandi. Af íslensku þýðingunni eru aðeins varðveitt tvö brot sem eru bæði talin frá því um 1200, þau bera safnmarkið AM 673 a I og II.

Bæði brotin eru fagurlega myndskreytt í samræmi við textann en í broti I eru auk þess myndir af furðuþjóðum sem eiga vel við textann um framandi þjóðir sem lesa má í Hauksbók. Báðir þýðendur latneska frumtextans hafa miskilið hann á stöku stað (t.d. á að vera sandur á baki sæskjaldbökunnar en ekki skógur!) en auk þess eru ekki samsvaranir í latneska textanum við fjóra síðustu kaflana í íslensku þýðingunni.

Um GKS 1812 4to
Undir safnmarkinu eru í raun fjögur handrit frá misjöfnum tímum, 36 blöð bundið saman í eina bók. Handritið hefst á yngstu hlutunum, þeir eru taldir frá 14. öld og eru um tveir þriðju hlutar bókarinnar, síðan tekur við hluti frá miðri 13. öld en aftast er elsti hlutinn, talinn vera frá því um 1200. Efnið er af ýmsum toga en mest ber á stjörnu- og rímfræði, þar á meðal er Stjörnu-Odda tal (eða tala?) sem virðist vera íslenskt en aðrir hlutar eru af erlendum uppruna s.s. úr fornum og nýrri alfræðiritum. Beda prestur setur skipulega fram kenningu um gang rekistjarnanna í riti sínu De natura rerum (ath. sama heiti og á verki Ísidórs árhundruðum fyrr). En ætla má að Íslendingar hafi einkum kynnst stjörnu- og rímfræði af verkum hans.

SKOÐA ALFRÆÐI ÍSLENSK I-III í úgáfu Kålund
Athuga að í inngangi er gerð grein fyrir handritum, sum eru á Íslandi, s.s. Margrétar sögur og Rímbeygla. Skemmtilegt að taka einhver textadæmi hér úr!

Í I. bindi er innihald AM 194 8vo en í III. bindi er samtíningur, landalýsingar Veraldar saga ? o.fl. þar á meðal er mappa mundi eða heimskortið. AM 731 4to eða Rímbeygla er fyrst í útgáfunni, það er uppskrift Björns á Skarðsá, en síðan eru kaflar úr mörgum hdr.

AM 624 4to – er á Íslandi. Um áhrif plantna á fólk,
AM 415 4to – er á Íslandi, rím og alfræði af ýmsu tagi, listar yfir biskupa, ábóta og kónga
AM 732 b 4to – X, ýmis konar efni, lat. og íslenska, trúarlegum toga?
AM 736 II 4to – X, brot af leiðarvísi Nikulásar
GKS 1812 4to – X, í Konungsbókhlöðu, sjá annars staðar lýsingu á innihaldi.
AM 685 d 4to – X, Elucidarius og textar sem notaðir voru við uppfræðslu presta.
AM 736 III 4to – X, vantar innihaldslýsingu
AM 431 12mo – (Margrétar saga) er á Íslandi
AM 731 4to – Rímbeygla, uppskrift Björns á Skarðsá, er á Íslandi
AM 435 12mo –á Íslandi, tímatal, messugjörð, um mannsins skapnað og limi, lækningar?
AM 461 12mo – er á Íslandi, líka um læknislistir? Og svo Maríubænir!
AM 350 fol. – Skarðsbók Jónsbókar, er á Íslandi

Ath. AM 343 a 12mo – X, den islanske lægebog, er í Danmörku

Tales of Knights. Perg. fol. nr 7 in The Royal Library, Stockholm. (AM 567 Viß 4to, NKS 1265 IIc fol.) Manuscripta Nordica, Vol. 1. Edited by Christopher Sanders. C.A. Reitzel, Copenhagen, 2000.

Handritið, S7, er 68 blöð, skrifað á norðanverðu Íslandi, líklega á árunum1450-75. (the third quarter of the fifteenth century) Í bókinni eru 11 riddarasögur en rannsókn á skrift og stafsetningu handritsins gefur einnig vísbendingar um bókmenntasmekk og bókagerð /uppskriftastart á ritunartímanum þar sem það er af sama skrifaraskóla eða tengist öðrum handritum sem innihalda annars konar sögur og verk, s.s. konungasögur, Konungsskuggsjá, fornaldarsögur, lagatexta og Íslendinga sögur, en það er merkilegt í ljósi aldurs þess. (minnkandi áhugi á þeim – eða hvað?) Handritið hefur orðið fyrir hnjaski og talið er að tvö kver hafi orðið viðskila við aðra bókarhluta, nú undir safnmörkunum AM 567 Viß 4to og NKS 1265 IIc fol.

Sögurnar í S7 má flokka í hina tvo viðteknu flokka, þýddar sögur og frumsamdar. Þrjár sögur eru þýddar, ein í Noregi en hinar annað hvor þar eða á Íslandi, þ.e. Elíss saga og Rósamundar (Elie de Saint Gille), Bevers saga og Partalopa saga, eða Boeve de Haumtone og Partonopeus de Blois á frummálinu. Frumsömdu sögurnar eru þá átta talsins en röð sagna í handritinu er eftirfarandi;
Rémundar saga keisarasonar – Elis saga ok Rosamundu – Sigurðar saga turnara – Bevers saga – Konráðs saga keisarasonar – Ectors saga – Gibbons saga – Viktors saga og Blávus – Sigurðar saga fóts – Partalopa saga – Adonias saga

Á handritinu eru fjórar hendur sem allar tengjast öðrum handritum eða fornbréfum. Tvær eru agaðar, fallegar rithendur sem nota nokkuð hefðbundnar ritvenjur en hinar tvær eru ekki eins þjálfaðar og opnari fyrir þeim nýjum ritháttum sem eru að ryðja sér til rúms á ritunartímanum. S7 er eitt af þeim handritum sem Jón Eggertsson safnaði á Íslandi fyrir Svía (Anitkvitetskollegium) á árunum 1682-83. Þar eð honum hafði mistekist að komast yfir Flateyjarbók auk þess sem hann tapaði Heimskringluhandriti í fording accident? og því ferðaðist hann af norðanverðu landinu og vestur um ti Suðurlands og safnaði um 40 handritum sem hann flutti með sér til Svíþjóðar. Því miður hélt hann ekkert bókhald yfir hvaðan hann fékk hvert handrit.

Bókin var greinilega gerð í þeim tilgangi að hún væri lesin, ekki aðeins dáðst að henni! Bókfellið er ekki af bestu gerð, skrifað hefur verið í kringum rifur og göt, sem hafa í sumum tilfellum stækkað með tímanum. Yfirborð blaðanna er mismunandi, sums staðar er það þykkt og hart og á einum stað virðist eitthvað hafa hellst ofan í bókina. Göt fyrir línumerkingum sjást allvíða, stundum eins og kastalaútlit á blaðjöðrum (þetta er hægt að sýna með mynd!!) Skrifarar hafa skilið eftir eyður fyrir upphafsstafi við kaflaskipti en sjaldgæft er að þær eyður hafi verið fylltar jafnóðum, örfáa litaða stafi er þó að finna í bókinni. Svo virðist sem a.m.k. eitt kver sé glatað úr bókinni en á því hefur verið sagan af Nikulási leikara sem er nr. 11 á lista yfir innihald bókarinnar sem skrifað hefur verið á spássíu. Mögulega gætu sögurnar hafa verið fleiri, jafnvel 14 alls.

Konungasögur

Íslendingar skrifuðu margar konungasögur (þrátt fyrir að ekki hafi verið konungur yfir Íslandi fyrr en á 13. öld) sem fjalla um erlenda konunga í Noregi, Danmörku og Svíþjóð en einnig höfðingja í Orkneyjum, svokallaða jarla. Elsta dæmi um konungasögu er til í broti frá fyrri hluta 13. aldar.

Myndin er af formála Flateyjarbókar en hún er stærst allra miðaldahandrita sem varðveist hafa á Íslandi. Hún geymir að meginhluta Noregskonungasögur.

2.3M2 Biskupasögur (Þorlákssaga helga AM 382 4to)

2.3mt2 Biskupasögur segja frá ævi og kraftaverkum íslenskra biskupa. Þorlákur helgi Þórhallsson var fyrsti íslenski dýrlingurinn og sá vinsælasti en Þorláksmessa er kennd við hann. Elsta varðveitta brot úr sögu heilags Þorláks er frá 13. öld en hún er elsta biskupasagan.

Samtímasögur greina frá viðburðum sem gerast á
12. og 13. öld og eru skráðir af samtímamönnum. Nokkrar sagnanna eru varðeittar sem stakar sögur en flestar þeirra eru einungis varðveittar í Sturlungu.

Myndin er úr öðru aðalhandriti Sturlungu sem kallast Króksfjarðarbók.

Íslendingasögur voru feikivinsælt lesefni. Sumar sögurnar voru þó vinsælli en aðrar ef marka má fjölda þeirra handrita sem varðveist hafa. Nokkrar sögur eru einungis til í örfáum handritum (t.d. Heiðarvígasaga) á meðan aðrar eru til í tugum handrita skrifuðum á ýmsum tímum (t.d. Njálssaga). Elsta varðveitt brot Íslendingasagna er úr Egilssögu frá seinni hluta 13. aldar.
Myndin er af bók sem kallast Gráskinna. Bókin er frá 14. öld og er eitt fjölmargra Njáluhandrita.

2.3M5 Kveðskapur (Konungsbók eddukvæða Gks 2365 4to)

2.3mt5 Kveðskapur hefur verið festur á bókfell og um miðja 13. öld hefur verið búið að safna eddukvæðunum saman á eina bók. Dróttkvæði eru hirðkvæði sem ort voru af Íslendingum fyrir norræna konunga en þau eru ekki til öll saman í einu handriti eins og Eddukvæðin heldur hafa þau varðveist sem hluti konunga- og Íslendingasagna.

2.3M6 Skáldskaparfræði (Konungsbók Snorra-Eddu AM 2367 4to)

2.3mt6 Edda Snorra Sturlusonar er kennslubók í skáldskaparfræðum og er orðin til svo menn geti skilið gamla skáldamálið í eddukvæðum og dróttkvæðum og ort undir réttum háttum. Til þess að skýra skáldamálið segir hann frá fornum norrænum átrúnaði og goðum.

 

 

 

 

Um blablabla
Um blablabla