| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Handritið > Handritalestur
 
Handverkið »
  Handritalestur »
  Skrift »
  Stafsetning »
  Skrifarar »
  Bókaskreytingar »
  Spássíumyndir »
Varðveisla og gildi »

Prentvæn útgáfa

Handritalestur

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Lesið á milli lína á síðum Skarðsbókar postulasagna

Fornir textar á bókfelli
Íslenska hefur ekki breyst jafnmikið frá fornu fari og mörg önnur tungumál. Það er t.d. mun auðveldara fyrir mann sem talar nútímaíslensku að lesa forníslensku en fyrir enskumælandi mann að lesa fornensku. Engu að síður hafa orðið breytingar á ritmálinu sem betra er að kunna skil á eigi lesturinn að ganga greiðlega.

Þegar lesið er úr gömlu handriti skiptir máli frá hvaða tíma það er, letrið og stafsetningin eru nokkuð misjöfn eftir öldum, en hins vegar getur verið gott að hafa nokkur algeng atriði í huga áður en hafist er handa við lesturinn.

Nokkrir stafir eru öðru vísi en við eigum að venjast í nútímaskrift. s er t.d. oftast af stafagerð sem er kölluð hátt s (1. mynd) og líkist prentuð f-i án þverstriksins. f er á hinn bóginn ólíkt prentuðu f-i, það nær til dæmis niður fyrir skriftalínuna og hefur tvö þverstrik eða þverboga sem eru þá í sömu hæð og lágstafirnir í línunni (1. mynd).

 

1. mynd
2. mynd
3. mynd
4. mynd
Hér stendur hátt s fremst í orðinu og á eftir því er i notað fyrir j. f er næstsíðasti stafurinn
Þetta er algengasta bandið til að tákna samtenginguna og.
Þessi stytting er algeng fyrir eignar-fallsmyndina hans en fallmyndin sést á s-inu.

Þetta er stytting fyrir þágufallsmyndina mönnum tvö m með striki yfir.

Bönd, límingar og styttingar
Til að geta lesið án vandræða er nauðsynlegt að átta sig aðeins á notkun skrifara á böndum, styttingum og límingarstöfum sem tekin voru upp í þeim tilgangi að spara bókfellið og flýta skriftum. Notkun banda var mismunandi eftir skrifurum og tímabilum þótt ákveðin tákn séu nokkuð hefðbundin s.s. og-bandið (2. mynd), er-bandið og ar-bandið.

Nokkrar skammstafanir voru einnig mjög algengar, stafir með þverstriki höfðu oft fasta merkingu, þverstrikað h fyrir hann, hs fyrir hans (3. mynd), þverstrikað k fyrir konungur, mm með þverstriki yfir táknaði mönnum (4. mynd), m; táknaði með eða meður, l'di stóð fyrir landi, m'lti fyrir mælti, svo eitthvað sé nefnt. Í sumum handritum er dálítið af norskum máleinkennum þá er til dæmis skrifað h á eftir g í orðum eins og noreghr eða sagha, sonur er þá skrifað sunr. Þegar texti handrita er skrifaður beint upp er leyst úr böndum og styttingum en það sem sett er í þeirra stað er stundum skáletrað til aðgreiningar í textanum.

Við lestur fornra texta er gott að hafa í huga að letur og stafir geta verið ókunnuglegir, finna þarf merkingu banda og styttinga auk þess sem nauðsynlegt er að muna að fastar stafsetningarreglur voru fáar og misjafnar eftir mönnum og tímabilum.
Bönd og límingarstafir

Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna
Dregnir eru hringir um algeng bönd og límingarstafi sem finnast í íslenskum handritum. Smellið á hringina til að fá skýringar. Myndin er af síðu úr Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

Styttingarnar og skammstafanir

Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna Smelltu til að sjá skýringuna
Dregnir eru hringir um algengar styttingar orða sem finnast í íslenskum handritum. Smellið á hringina til að fá skýringar. Myndin er af síðu úr Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.
um aðferðir við að skýra máð letur
um mýs og bókband