| FORSÍÐA | SAGAN | HANDRITIÐ | KENNSLUEFNIÐ | MYNDASAFNIÐ | VEFTRÉ |
 
Forsíða > Handritið > Varðveisla og gildi
 
Handverkið »
  Handritalestur »
  Skrifarar »
  Bókaskreytingar »
  Spássíumyndir »
Varðveisla og gildi »
  Endurnýting skinns »
  Eru handrit merkileg? »

Prentvæn útgáfa

Varðveisla og gildi handritanna

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Merkingar við mikilvæg lagaákvæði í texta og á spássíum í Konungsbók Grágásar GKS 1157 fol.

Bækur síns tíma
Efni íslenskra handrita getur gefið mikilvæga vitneskju um landnám og sögu Íslands og þær aðstæður og hugðarefni sem fólk á fyrri öldum bjó við og lagði stund á. Auk þess má finna í handritunum vitnisburð um notkun og þar með annars konar sögu því notendur hafa skilið eftir sig ýmiskonar spor í þeim, s.s. riss og spássíugreinar.

Íslenskar skinnbækur eru langflestar mjög dökkar sem bendir til þess að þær hafi verið mikið handfjatlaðar og lesnar en einnig að geymslustaðir þeirra hafi verið sótug og reykfyllt híbýli. Erlend miðaldahandrit, sem oftast geyma trúarlega texta á latínu, eru flest hvít og falleg. Það er vegna þess að þau hafa verið geymd við önnur skilyrði, e.t.v. sem hluti af bókasöfnum auðugra kirkna en lítið verið handfjötluð og lesin.

Handritin voru bækur síns tíma og efni þeirra hefur auðvitað alltaf haft eitthvert gildi, annars hefði það ekki verið skrifað niður. Kirkjulegar bækur voru notaðar við messur, lögbækur til að geyma og finna lagaákvæði, ýmis konar fræði og lærdómur var skráð á skinn, sögur og kvæði voru skemmti- og fræðaefni þess tíma.

Lítið var um sérstakar námsbækur á miðöldum þar sem ekki var skipulagt skólastarf og því voru þær bækur sem til voru hverju sinni iðulega notaðar við lestrar- og skriftarkennslu heima fyrir. Í handritum má sjá merki um notkun af þessu tagi. Fólk merkti við greinar og lagaákvæði lögbóka sem því þótti sérstaklega merkileg eða þurfti að muna eftir. Strikað var undir orð og setningar, settir voru krossar eða bendifingur við mikilvæg lagaákvæði og athugasemdir skrifaðar út á spássíur.

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stafróf milli dálka í Belgsdalsbók AM 347 fol.

Nám af handritum
Fólk lærði að lesa og skrifa af handritum eins og sjá má á spássíugreinum en einnig má víða finna stafróf hvar sem pláss finnst, oft á milli dálka á síðu sem gefur til kynna að einhver hafi æft sig að skrifa eða verið gefinn forskrift.

Sá sem skrifaði þessa athugasemd rifjar upp kynni sín af Ólafs sögu Tryggvasonar í handriti frá lokum 14. aldar sem nú er varðveitt á tveimur blöðum AM 325 IX 2, 4to:

  Ég var ellefu ára gamall, gekk mér illa að lesa hana (bókina)  

Lesturinn getur hafa gengið illa ef bókin hefur verið dökk eða skítuð eða með ókunnuglegu letri.


 

Líklega hafa margir Jónar lært að lesa á lögbækur enda Jón algengt nafn á Íslandi:

 Jón þrjótur Magnússon lærir á þessa bók

Jón Benediktsson hefur lært á mig

 

Fyrri spássíugreinin stendur í broti úr konungasögum Perg. fol. Nr. 8 frá 13. og 14. öld og sú seinni í handriti með ýmsu trúarlegu efni frá 14. öld AM 671 4to en spássíugreinin um Jón Benediktssoner frá 16. öld. Vera má að Jón þessi Benediktsson hafi lært latínu af bókinni en marga latínutexta er að finna í henni og var hún eign Skálholts þegar Árni Magnússon komst yfir hana.

Skilaboð kennara má finna á spássíum þar sem þeir beita hótunum svo nemendur haldi sig við efnið, annars eiga þeir á hættu að fá að kenna á því. Nemendur á miðöldum áttu ekki alltaf sjö dagana sæla en hýðingar virðast hafa verið daglegt brauð. Páli nokkrum sem situr við og reynir að læra er lofað umbun ef hann heldur sig að bókinni:

   

Jón Narfason á hins vegar ekki von á góðu ef hann einbeitir sér ekki að lærdóminum á meðan lærimeistari hans bregður sér frá:

  Þeim góðum mönnum vertu að bók þinni Jón Narfason meðan ég er á burtu ellegar fær þú flenging  


Þó kennarar hafi skrifað athugasemdir í varðveittar skinnbækur sem benda til þess að nemendur þeirra, í ofangreindum tilfellum Páll Fúsason og Jón Narfason, hafi lært á bækurnar er ekki hægt að ganga út frá því að þeir hafi lært að skrifa jafnhliða lestri. Lestrar- og skriftarnám fór nefnilega ekki endilega saman á þessum tíma og algengara var að fólk lærði að lesa en skrifa. Stúlkurnar sem nefndar eru í eftirfarandi spássíugrein hafa verið svo lánsamar að læra að skrifa en eru ekki á einu máli um hvor þeirra sé færari skrifari eins og sést af eftirfarandi spássíugrein sem stendur í handritinu:

  en betur skrifar þó Helga heldur en Guðrún  

Það virðist þó enginn vafi leika á skriftarkunnáttu Þorvarðar nokkurs ef marka má eftirfarandi spássíugrein:

  Þorvarður skrifar illa . . .  

 

Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð Smelltu á myndina til þess að sjá hana í fullri stærð
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Stækkaðu myndina Stækkaðu myndina enn meira
Ungir myndlistarmenn hafa komist í bækur og notað tækifærið til að æfa sig á auðum síðum, úr Belgsdalsbók AM 347 fol. Þessi mynd sýnir að Óli prik er eldri en elstu menn muna, úr Reykjabók AM 345 fol.

 

um lán á bókum
um varðveislu bókfells